Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Page 16

Læknaneminn - 01.04.1996, Page 16
Þórunn Rafnar Ónæmisbæling í krabbameini Krabbameinsvexti fylgir oft bæling á ónæmis- svörun. Dýratilraunir hafa sýnt að þó öflugt ónæm- issvar fari af stað í upphafi æxlisvaxtar er það bælt þegar vöxturinn nær sér á strik og er að mestu leyti horfið hjá dýrum með stór æxli og mörg meinvörp. Þessar niðurstöður stangast á við þá staðreynd að krabbameinsæxli innihalda oft margar ónæmis- frumur, s.s. T- og B eitilfrumur, NK frumur og át- frumur. Mætti ætla að þessar frumur væru til að útrýma æxlinu en svo virðist sem starfsemi frumn- anna sé verulega trufluð og þær nýtist ekki til þess. Þannig sýna T eitilfrumur sem einangraðar eru úr æxlisvef verulega skerta virkni samanborið við heil- brigðarT frumur úr blóði, hæfni þeirra til skipting- ar er takmörkuð, þær framleiða minna af cýtókín- um og hafa minnkaða frumudrápseiginleika. Þess- ar frumur, sem eru með mikilvægari vörnum lík- amans gegn æxlismyndun, eru því orðnar óstarf- hæfar og einskis nýtar við heftingu æxlisvaxtarins. Það er því mjög mikilvægt frá læknisfræðilegu sjónarmiði að ákvarða hvað veldur þessari bælingu á starfsemi T frumnanna og margar kenningar hafa verið settar fram til útskýringar. I fyrsta lagi fram- leiða sum æxli leysanleg efni sem draga úr starfsemi T frumna, s.s. Interleukin-10 og TGF-þ. I öðru lagi getur æxlið misst ónæmisvekjandi antigen og orðið ósýnilegt T-frumunum, þessar æxlisfrumur geta þá vaxið hraðar en þær æxlisfrumur sem enn framleiða æxlistengd antigen og verða því ríkjandi frumutegundin í æxlinu. I þriðja lagi getur æxlið, eða efni framleidd af æxlisfrumum, minnkað sýnd á vefjaflokkasameindum (MHC) og því minni lík- ur á að æxlistengd peptíð komist í tengsl við T Þórunn er ónœmisfrœðingur og starfar á Rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins í frumu- og sameindalíffmði. frumur. í fjórða lagi hafa fundist ónæmisfrumur (T frumur og átfrumur) sem hafa bælandi áhrif á aðrar ónæmisfrumur. Síðust, en eldci síst, er sú til- gáta að T frumurnar hafi verið gerðar óvirkar með því að örva þær til hálfs. I stað þess að virkja frum- una til dáða, veldur slík örvun truflun á boðflutn- ingi frumnanna og langvarandi vanvirkni. Allar þessar kenningar eru studdar af rannsóknum á mönnum og dýrum. Síðasta skýringin nýtur hins vegar mestrar hylli hjá þeim ónæmisfræðingum sem fást við tilraunir á sviði krabbameinslækninga og verður fjallað nánar um hana hér. Til þess að T meyfruma virkist til fulls (fari að skipta sér, framleiða cýtókín o.s.frv.) þarf hún að fá boð í gegnum a.m.k. tvo mismunandi viðtaka, T- frumuviðtakann og hjálparviðtaka (co-receptor). T-frumu viðtakinn binst MHC sameind sem hefur tekið upp peptíð. Þessi hluti örvunarferilsins ræð- ur sérhæfingu ónæmissvarsins því hver T-frumu- viðtaki er sérvirkur fyrir ákveðna MHC-peptíð samsetningu. Ef T fruman fær eingöngu boð í gegnum T-frumuviðtakann bregst hún við með því að fara í óvirkt ástand og svarar ekki eðlilega seinni áreitum. Hins vegar, ef fruman fær á sama tíma boð í gegn um T-frumuviðtakann og hjálparviðtak- ann bregst hún við með því að ráðast gegn áreitinu. Mikilvægasti hjálparviðtakinn fyrir T meyfrumur er sennilega CD28 sameindin sem binst B7 sam- eindinni á sýnifrumu. B7 er á frumum sem hafa það hlutverk að taka upp ónæmisvekjandi prótein og bera á borð fyrir T frumur, s.s. B frumur og át- frumur (makrófagar). Æxlisfrumur sem upprunn- ar eru úr öðrum vefjum hafa ekki B7, T frumur sem eru sérhæfar fyrir æxlistengd antigen fá því boð í gegn um T-frumuviðtakann án þess að fá boð í gegn um CD28 og eru gerðar óvirkar. Aðrir við- takar en CD28 sem geta þjónað hlutverki hjálpar- LÆKNANEMINN 14 1. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.