Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 25

Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 25
Stofnfrumur úr naflastrengsblóði. Til hvers? hraða skammtíma mergtöku. Frekari rannsókna í dýralíkönum er þörf til að ganga úr skugga um hvort varanleg langtíma mergtaka verði áður en notkun slíkra frumna verður reynd í mönnum (37,38). Ónæmissvörun Ymislegt bendir til að fylgni sé milli hættunnar á að mergurinn hafni þeganum (graft-versus-host disease; GVHD) við ósamgena beinmergsígræðslur annars vegar og fjölda alloreaktívra T-hjálpar og T- dráps forverafrumna hins vegar (39,40). Ein tilgát- an er að þessar frumur séu færri í NSB en í bein- nterg þar sem GVH virkni er minni við ósamgena NSB ígræðslur. Niðurstöður nokkurra rannsókna stangast á hvað þetta varðar. Sumir finna minnkaða eða enga tíðni alloreaktívra T-frumna (41,42) en aðrir finna eðlilega tíðni þeirra (43,44). Hvað sem þessum niðurstöðum líður er ljóst að einhverjir þættir í NSB valda minnkuðu ónæmissvari gagn- vart þega. KOSTIR Bent hefur verið á ýmsa þætti sem gera NSB heppilegt til ígræðslu. I fyrsta lagi er söfnun þess auðveld. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til að ná sem mestu rúmmáli og sem flestum einkjarna frumum úr NSB. Yfirleitt er naflastrengurinn ldemmdur rétt fyrir fæðingu fylgjunnar og síðan lát- ið leka úr honum eftir fæðingu hennar. Reynsla margra er reyndar sú að nauðsynlegt sé að klemma strenginn sem fyrst eftir fæðingu barnsins ef heimt- ur hvítfrumna eigi að vera góðar (47). Einnig hef- ur sú aðferð verið notuð að safna úr bláæðum á yf- irborði fylgjunnar og fá þannig meira blóð (45). Ur einum naflastreng auk fylgju hefur tekist að safna allt að 240 mL af NSB og 4,6x10^ einkjarna hvítfrumum en yfirleitt er safnað 40-120 mL (45). Fæðingin hefur töluverð áhrif á fjölda hvítfrumna og þar með stofnfrumna. Erfið fæðing veldur meiri fjölgun hvítfrumna og hærra hlutfalli CD34+ frumna (46). I öðru lagi er NSB líklega betri kostur en bein- mergur fullorðinna vegna minni hættu á veirusýk- ingum. Þótt ýmsar veirutegundir hafi hæfileika til að komast yfir fylgjuna eru líkurnar á því afar litl- ar. Sem dænii má nefna er tíðni cytomegalovirus (CMV) sýkingar í móðurkviði í Bretlandi urn 0,3%. Því ættu stofnfrumur úr ungurn gjafa að vera hentugri (48). I þriðja lagi hafa rannsóknir bent til að NSB valdi minni GVH virkni eins og áður hefur komið fram. Því ætti það að henta ntjög vel í ígræðslum milli MHC samhæfðra óskyldra einstaklinga, en einnig milli óskyldra einstaklinga sem ekki eru fullkom- lega MHC samhæfðir. MHC greint NSB gæti því gefið fleiri sjúklingum en nú er hægt að sinna gott færi á ósamgena ígræðslum (40). I fjórða lagi bendir margt til þess að fjöldi CD34+++ frumna sé mun hærri í NSB en bein- merg eða blóðrás. Auk þess vaxa forverafrumur úr NSB mun betur og lifa lengur in vitro en forvera- frumur úr beinmerg (28,29,30,35,36). ÓK0STIR Ymsir ókostir eru einnig fylgjandi því að nota NSB til ígræðslu. I fyrsta lagi er ekki komin reynsla á hvort NSB hafi nægjanlegan fjölda stofnfrumna til að ígræðsla heppnist í þegum sem eru þyngri en 30-40 kg. Þetta atriði er afar mikilvægt í ljósi þess að 80% ósamgena ígræðslna eru gerðar á fullorðnu fólki (18). Rannsóknir benda hins vegar til að fjöldi stofn- og forverafrumna í NSB sé nægjanlegur til ígræðslu í fullorðnum (37). NSB hefur nú þegar verið grætt í tvo fullorðna þega með góðum árangri (49). Rétt er að taka það fram að ekki er vitað ná- kvæmlega hve margar CD34+ frumur þarf til að ígræðsla heppnist. Sem svar við þessu vandamáli mætti fræðilega séð fjölga stofn- og forverafrumum úr NSB með tveimur aðferðum: Ex vivo skiptingu frumna í rækt eins og áður hefur verið fjallað um, sú aðferð hefur hins vegar óþekkt áhrif vegna fjölg- unar sérhæfðari forverafrumna, og blanda saman MHC-samhæfðu NSB úr mörgum naflastrengjum. Þessa síðarnefndu aðferð á eftir að rannsaka frekar (18). LÆKNANEMINN 19 1. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.