Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Side 114

Læknaneminn - 01.04.1996, Side 114
Útlimaáverkar Tafla 1. Samanburður á skurðaðgerð og gipsmeðferð við hásinasliti. Kostir Gallar Skurðaðgerð Styttri gipstími (8 vikur). Hætta á sárasykingu og drepi í húð eða sin. Sinaendar örugglega samtengdir. Fylgikvillar sem erfitt er að meðhöndla . Gips Engar áhættur aðgerðar. Ekki hægt að nota við öll slit ( sjá að ofan). Skilvirk og tekur ekki tíma á skurðstofum. Meiri hætta á sliti aftur en eftir aðgerð. Gert á göngudeild. höndla með skurðað- gerð þá með jafngóðum árangri. Averkinn er oft- ast supination í ökkla- liðnum. Oftast blæðir kröftuglega undir húð- ina og sjúklingarnir koma inn með mikla bólgu yfir malleolus lateralis, eymsli og jafnvel óstöðugleika (þó að hið síðast- nefnda sé oft erfitt að framkalla vegna verkja). Fyr- ir óþjálfaðan lækni er oft erfitt að greina milli brots og tognunar og því auðveldast að röntgenskoða all- ar ökklatognanir til að missa ekki af broti. Meðferðin er mjúkar umbúðir. Náist í tognun- ina strax á að kæla svæðið með kælipokum eða ís- umbúðum í u.þ.b. 30 mín., því næst þéttingsfastar teygjuumbúðir í u.þ.b. 30 mín. og þar á eftir teygjusokkur eða teygjubindi í nokkra daga á með- an sjúklingur byrjar að stíga í tognaða fótinn. Aldrei er þörf á gipsi né aðgerð í bráðafasanum, slíkt lengir aðeins endurhæfmguna og býður heim allskyns aukaverkunum. Eftir u.þ.b. 2 vikur á sjúklingur að geta gengið eðlilega. Áverkinn grær hinsvegar til fullnustu á u.þ.b. 6 vikum og á þeim tíma verður viðkomandi að fara gætilega við íþróttaiðkanir. Sé um síendurteknar tognanir að ræða á að vísa honum til sjúkraþjálfara til styrkingar á mm. peronei. HÁSINASLIT Slit á hásin (tendo Achilles) er sjaldgæft áður en fólk fer að nálgast miðjan aldur. Yfirleitt er um hrörnun í sininni að ræða sem gerir hana veikari fyrir álagi. Ekki er óvenjulegt að sjúklingur gefi upp sögu um álagsverki í hælnum áður en sinin slitnar svo við skyndileg átök (íþróttir). Ósjaldan slitnar sinin eftir að einhver „góðhjartaður" læknir hefur sprautað kortisóni í sinina. Ég vil nota tæki- færið til að vara við sterasprautum í sinar fyrir neð- an hné. Hásinaslit er ýmist hægt að meðhöndla með eða án aðgerðar. Sinin grær á 8-12 vikum sama hvor aðferðin er notuð. Það sem er afgerandi um val á meðferð er hversu vel sinaendarnir falla saman og hversu vel er hægt að treysta sjúklingi til að taka líf- inu með ró fyrstu 3 mánuðina eftir að gipsið er fjar- lægt. Mjög mikilvægt er að sjúklingur geri sér ljóst frá byrjun að hann má ekki hoppa á slitna fætinum, ekki fara niður á hækjur sér og ekki teygja á sininni í 3 mánuði eftir gipstöku. Þannig ætti strax að vera ljóst að keppnisíþróttamenn eru ekki kjörsjúkling- ar fyrir gipsmeðferð og á að bjóða þeim aðgerð. Gipsmeðferð er hættulítil og sjúklingarnir þola hana vel. Til þess að nota megi gipsmeðferð verða eftirfarandi skilyrði að vera fyrir hendi: 1) Elcki má vera liðið meira en sólarhringur frá áverka, vegna hættu á að bilið milli sinaenda sé orðið fullt af blóðköggli. 2) Hægt verður að vera að færa sinaendana saman með því að beygja (plantar flexion) í ökldaliðn- um. Ekki má vera nokkurt bil á milli enda. 3) Ef sinaslitið er við festuna á hælbeinið er elcki hægt að meðhöndla áverkann í gipsi. Það verð- ur að festa (reinsertera) sinina með aðgerð. 4) Sinaslit sem eru tilkomin vegna sterasprautu er vafasamt að reyna að meðhöndla í gipsi. Slík slit á að skera. Gipstíminn getur verið mismunandi frá einu til- felli til annars. Lágmarkstími er þó 8-10 vikur. Rétt er að skipta um gips 2-3svar á þeim tíma og reyna varlega að rétta upp equinus stöðuna á fætin- um ef það teygir ekki um of á sininni. Sjúklingur má byrja að stíga í eftir u.þ.b. 2 vikur og gipsið er fjarlægt þegar sinin þreifast heil og gróin. Venju- legur tími fyrir það er 8-12 vikur. Þegar sjúklingur er laus úr gipsinu verður hann að ganga með 1,5-2 cm upphækkun undir hælinn áverkamegin í u.þ.b. 3 mánuði. Kostir og gallar hvors meðferðarmögu- leika fyrir sig eru taldir upp í töflu 1. LÆKNANEMINN 104 1. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.