Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 114
Útlimaáverkar
Tafla 1. Samanburður á skurðaðgerð og gipsmeðferð við hásinasliti.
Kostir Gallar
Skurðaðgerð Styttri gipstími (8 vikur). Hætta á sárasykingu og drepi í húð eða sin.
Sinaendar örugglega samtengdir. Fylgikvillar sem erfitt er að meðhöndla .
Gips Engar áhættur aðgerðar. Ekki hægt að nota við öll slit ( sjá að ofan).
Skilvirk og tekur ekki tíma á skurðstofum. Meiri hætta á sliti aftur en eftir aðgerð.
Gert á göngudeild.
höndla með skurðað-
gerð þá með jafngóðum
árangri. Averkinn er oft-
ast supination í ökkla-
liðnum. Oftast blæðir
kröftuglega undir húð-
ina og sjúklingarnir
koma inn með mikla bólgu yfir malleolus lateralis,
eymsli og jafnvel óstöðugleika (þó að hið síðast-
nefnda sé oft erfitt að framkalla vegna verkja). Fyr-
ir óþjálfaðan lækni er oft erfitt að greina milli brots
og tognunar og því auðveldast að röntgenskoða all-
ar ökklatognanir til að missa ekki af broti.
Meðferðin er mjúkar umbúðir. Náist í tognun-
ina strax á að kæla svæðið með kælipokum eða ís-
umbúðum í u.þ.b. 30 mín., því næst þéttingsfastar
teygjuumbúðir í u.þ.b. 30 mín. og þar á eftir
teygjusokkur eða teygjubindi í nokkra daga á með-
an sjúklingur byrjar að stíga í tognaða fótinn.
Aldrei er þörf á gipsi né aðgerð í bráðafasanum,
slíkt lengir aðeins endurhæfmguna og býður heim
allskyns aukaverkunum. Eftir u.þ.b. 2 vikur á
sjúklingur að geta gengið eðlilega. Áverkinn grær
hinsvegar til fullnustu á u.þ.b. 6 vikum og á þeim
tíma verður viðkomandi að fara gætilega við
íþróttaiðkanir.
Sé um síendurteknar tognanir að ræða á að vísa
honum til sjúkraþjálfara til styrkingar á mm. peronei.
HÁSINASLIT
Slit á hásin (tendo Achilles) er sjaldgæft áður en
fólk fer að nálgast miðjan aldur. Yfirleitt er um
hrörnun í sininni að ræða sem gerir hana veikari
fyrir álagi. Ekki er óvenjulegt að sjúklingur gefi
upp sögu um álagsverki í hælnum áður en sinin
slitnar svo við skyndileg átök (íþróttir). Ósjaldan
slitnar sinin eftir að einhver „góðhjartaður" læknir
hefur sprautað kortisóni í sinina. Ég vil nota tæki-
færið til að vara við sterasprautum í sinar fyrir neð-
an hné.
Hásinaslit er ýmist hægt að meðhöndla með eða
án aðgerðar. Sinin grær á 8-12 vikum sama hvor
aðferðin er notuð. Það sem er afgerandi um val á
meðferð er hversu vel sinaendarnir falla saman og
hversu vel er hægt að treysta sjúklingi til að taka líf-
inu með ró fyrstu 3 mánuðina eftir að gipsið er fjar-
lægt. Mjög mikilvægt er að sjúklingur geri sér ljóst
frá byrjun að hann má ekki hoppa á slitna fætinum,
ekki fara niður á hækjur sér og ekki teygja á sininni
í 3 mánuði eftir gipstöku. Þannig ætti strax að vera
ljóst að keppnisíþróttamenn eru ekki kjörsjúkling-
ar fyrir gipsmeðferð og á að bjóða þeim aðgerð.
Gipsmeðferð er hættulítil og sjúklingarnir þola
hana vel. Til þess að nota megi gipsmeðferð verða
eftirfarandi skilyrði að vera fyrir hendi:
1) Elcki má vera liðið meira en sólarhringur frá
áverka, vegna hættu á að bilið milli sinaenda sé
orðið fullt af blóðköggli.
2) Hægt verður að vera að færa sinaendana saman
með því að beygja (plantar flexion) í ökldaliðn-
um. Ekki má vera nokkurt bil á milli enda.
3) Ef sinaslitið er við festuna á hælbeinið er elcki
hægt að meðhöndla áverkann í gipsi. Það verð-
ur að festa (reinsertera) sinina með aðgerð.
4) Sinaslit sem eru tilkomin vegna sterasprautu er
vafasamt að reyna að meðhöndla í gipsi. Slík
slit á að skera.
Gipstíminn getur verið mismunandi frá einu til-
felli til annars. Lágmarkstími er þó 8-10 vikur.
Rétt er að skipta um gips 2-3svar á þeim tíma og
reyna varlega að rétta upp equinus stöðuna á fætin-
um ef það teygir ekki um of á sininni. Sjúklingur
má byrja að stíga í eftir u.þ.b. 2 vikur og gipsið er
fjarlægt þegar sinin þreifast heil og gróin. Venju-
legur tími fyrir það er 8-12 vikur. Þegar sjúklingur
er laus úr gipsinu verður hann að ganga með 1,5-2
cm upphækkun undir hælinn áverkamegin í u.þ.b.
3 mánuði. Kostir og gallar hvors meðferðarmögu-
leika fyrir sig eru taldir upp í töflu 1.
LÆKNANEMINN
104 1. tbl. 1996, 49. árg.