Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 106
Útlimaáverkar
3) Olecranonbrot: Tilkomin vegna beins áverka
eða við togáverka frá þríhöfða upphandleggjar (m.
triceps brachii) samtímis falli með olnbogann létt
boginn. Tiltölulega algengt brot hjá eldra fólki. Ef
ekki er um neina tilfærslu að ræða má meðhöndla
áverkann í gipsi frá úlnlið uppyfir oinboga í mán-
uð. Ef brotið er kurlað eða gliðnun (diastasi) milli
beinhluta á að festa brotið með aðgerð.
FRAMHANDLEGGUR
Ymist getur verið um að ræða brot á ulna, radius
eða báðum beinunum. Ef annað beinið er í sund-
ur getur það verið með eða án misgengis. Sé um
misgengi að ræða í öðru beininu en hitt heilt er
veruleg hætta á misgengi í nær- eða fjær- radio-uln-
arliðnum vegna þess að bæði beinin mynda eina
starfræna heild. Ef radiusbrot er hliðrað en ulna
heil, gengur fjærlægi radio-ulnaliðurinn úr skorð-
um, Galeazzibrot (Mynd 14). Ef ulna brotnar en
radius er heill er hætta á hliðrun í nærlæga radio-
ulnarliðnum, Monteggiabrot (Mynd 15). Því er
mikilvægt að mynda allan framhandlegginn frá
úlnlið til olnboga ef önnur beinpípan er í sundur.
Brot á báðum framhandleggsbeinum þýðir venju-
lega að framhandleggurinn er óstöðugur og slík
brot krefjast nákvæmrar meðferðar hjá bæklunar-
lækni.
Hjá börnum er reynt að meðhöndla öll fram-
handleggsbrot lolcuð. Um 3/4 brotanna eru fjær-
megin (distalt) á framhandleggnum. Við fjærenda-
brot er hægt að sætta sig við misgengi upp á u.þ.b.
15° ef öxulskekkjan er í beygju-réttu (flexion-
extensions) planinu hjá börnum eldri en 6 ára og
allt að 30° hjá þeim yngri. Ef öxulskekkjan er meiri
eða grunur um snúningsskekkju verður að setja
brotið. Mikilvægt er að brotið sé sett við bestu
hugsanlegu skilyrði þar sem barnið er verkjalaust
og fyllilega afslappað. Frumskilyrði er að hægt sé
að sjá hvað gerist við réttingatilraunirnar svo að
læknirinn geti fullvissað sig um að brotið sé í ásætt-
anlegri legu í lok réttingar. Til þess að uppfylla
þessi skilyrði verður að gera þetta á barninu í svæf-
ingu þar sem völ er á skyggnimagnara. Ég vil vara
við að reyna að rétta framhandleggsbrot á smá-
börnum í plexusdeyfmgu án gegnumlýsingar á
slysa- eða skiptistofum, því árangur slíkra athafna
er í besta falli óviss og tíðni endurréttinga alltof há.
Framhandleggsbrot á alltaf að gipsa frá hnúum
uppí holhönd með olnbogann í 90° beygju. Al-
mennt gildir um stöðu brotsins í gipsinu að við
brot nærlægt á framhandlegg á að gipsa með lófann
upp (supination). A miðjum framhandleggnum
með þumalinn upp (mitt á milli pró- og súpina-
tion) og með lófann niður (prónation) ef brot er í
fjærhluta. Greenstickbrot með öxulskekkju verður
að yfirrétta til að slíta beinhimnuna (periosteum) á
heilu hliðinni, annars er hætta á að brotið skríði
aftur í upprunalega stöðu. Slík brot á að gipsa í 4-
5 vikur. Röntgeneftirlit aftur eftir viku. Brot á
skafti með misgengi verður að setja í svæfingu.
Ekki er hægt að sætta sig við snúnings- eða hliðar-
skekkju. Slílc brot á að meðhöndla af vönum bæld-
unarlækni. Gipstími í háu handleggsgipsi er 6-8
vikur. Hjá fullorðnum verður að sjá til þess að
brotin grói án misgengis. Ef brotið er á annað hvort
radius eða ulna og eldcert misgengi sýnilegt má
meðhöndla slík brot í gipsi í um 6 vilcur eða uns
ótvíræð merlci gróanda eru sýnileg á röntgenmynd
(callus). Við minnsta misgengi eða ef brot er á báð-
LÆKNANEMINN
96
1. tbl. 1996, 49. árg.