Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 45
SJÚKRATILFELLI Átta ára drengur, haltur með verki í hægri fæti
Mynd 1. Myndin til vinstri er úr ómsskoðun af arcus aortae átta ára drengs með æðaþelsbólgu.
Dröngullinn, sem lá á milli truncus brachiocephalicus og a. carotis sin., tifaði stöðugt og því var
erfitt að ná af honum góðri mynd.
Til hægri er skýringarmynd. A: v. brachiocephalica, B: a. carotis dxt., C: dröngullinn, D: upphaf a.
subclavia sin., E: aorta ascendens, F: aorta decscendens.
sóknir leiddu ekkert í ljós. Blóðstrok var skoðað af
blóðmeinafræðingi og var það eðlilegt. Elckert at-
hugavert fannst heldur við beinaskann, röntgen-
mynd af lungum og lærleggsbeinum og ómskoðun
af kvið. Sjúklingur var hjartaómaður í tvígang
skömmu eftir komu og sást eðlilegt hjarta en ein-
hverjar óljósar meinafræðilegar breytingar í ósæð
(aorta) sem ekki var lýst frekar.
Gangur eftir komu
Sökk fór hækkandi (upp í 90) og þremur dögum
eftir komu kom svar úr blóðræktun sem sýndi S.
aureus í blóði. Þá var hafin meðferð með kloxasil-
lín og þremur dögum síðar með gentamísin vegna
gruns um hjartaþelsbólgu (infective endocarditis).
Hafin var leit að sýkingarstað sem leiddi ekkert í
ljós (sjá að ofan). Á tíunda degi eftir komu var
sjúklingur hjartaómaður í þriðja sinn og kom þá í
ljós dröngull sem hékk inni í ósæð á milli truncus
brachiocephalicus og a.carotis sin. u.þ.b. 1/2 cm í
þvermál (mynd 1). Eftir að niðurstöður úr serum-
þynningarprófi lágu fyrir var gentamísinmeðferð
hætt og félck sjúklingur samtals sex vikna meðferð
með kloxasillín. Á þeim tíma minnkuðu einkenni
hans smám saman, sökk fór lækkandi og CRP varð
eðlilegt. Sjúklingnum hefur verið fylgt eftir með
endurteknum ómskoðunum af barnahjartalækni
og er dröngullinn horfinn en þykknun sést í æða-
veggnum þar sem hann sat fastur. I framtíðinni
þarf hann að fá fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð í
tengslum við aðgerðir.
Greining
Æðaþelsbólga (infective endarteritis).
Umrœða
Æðaþelsbólga er afar sjaldgæfur sjúkdómur í
börnum. Hún gefur sömu einkenni og hjartaþels-
bólga og er því oft flokkuð með þeim sjúkdómi.
Sjúkdómsgreining er staðfest með blóðræktun og
hjartaómun. Meðferðin er sniðin að þörfum hvers
sjúklings og felst fyrst og fremst í gjöf sýklalyfja en
auk þess getur þurft að fjarlægja dröngulinn með
skurðaðgerð (1).
Hjarta- og æðaþelsbólga í börnum verður fyrst og
fremst í tengslum við áhættuþætti eins og með-
fædda hjartagalla, eftir hjartaskurðaðgerðir, við
notkun æðaleggja eða hjartagigtsjúkdóma (2,3).
Hjartaþelsbólga í börnum á það til að gefa óvenju-
leg einkenni, sérstaklega þegar engin orsök finnst
og 10-15% af börnum á aldrinum tveggja til
fimmtán ára með hjartaþelsbólgu hafa ekki hjarta-
LÆKNANEMINN
39
1. tbl. 1996, 49. árg.