Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 67

Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 67
Breytingaskeið og hormómameðferð, seinni grein estrógen í einhverju formi til að vinna gegn afleið- ingum af minnkaðri framleiðslu þessa hormóns frá eggjastokkum. Sterk hefð er fyrir því að nota s.k. náttúruleg estrógen, annað hvort 17fl-estradíól eða samtengd estrógen sem unnin eru úr sermi þung- aðra hryssna. Af síðarnefnda forminu kernur heit- ið á algengasta estrógensérlyfi í Bandaríkjunum, Premarin (pregnant mare serum) en í Evrópu og þar með á Islandi er eingöngu notað hreint 176- estradíól. Munurinn á estrógenvirkni þessarra mis- munandi forma er lítill, samtengd estrógen frásog- ast eitthvað betur og því eru notaðir minni skammtar við gjöf í töfluformi. Reyndar er til mun kröftugra estrógenform, þ.e. hið afleidda etinýlestra- díól sem notað er í öllum getnaðarvarnarpillum. Af því þarf aðeins um 1/80-1/100 skammt miðað við estradíól til að ná sömu áhrifum og það er ein- nig mjög ódýrt í framleiðslu. Það hefur þó aldrei náð fótfestu við meðferð á estrógenskorti á breyt- ingaskeiði, sennilega vegna þess að það veldur meiri hækkun á þríglýseríðum og e.t.v. meiri hættu á bláæðablóðtappa en venjulegt estrógen. Greinar- höfund býður þó í grun að þetta hafi ekki verið rannsakað nægilega, með samanburðarrannsókn- um á sambærilegum skömmtum. (4) TESTÓSTERÓN Fram á síðustu ár hefur takmarkaður gaumur ver- ið gefinn að því hvernig breytingaskeiðið hefur áhrif á kynlíf. Testósterón er nauðsynlegt til að við- halda kynhvöt og eins og getið var um í fyrri grein er talið að testósterónframleiðsla kvenna breytist lítið fyrstu árin eftir tíðahvörf en minnkar þó að- eins með tímanum. Sumar konur finna fyrir minnkaðri kynlöngun á breytingaskeiði þó að ekki sé það almennt. Þegar eggjastoldtar eru fjarlægðir ber oft mun meira á þessu þar sem hluti testó- sterónframleiðslu fer fram í þeim. Tvíblindar rann- sóknir sýna að estrógengjöf eingöngu nægir ekki til að bæta minnkaða kynhvöt, mun betri árangur næst ef einnig er gefið testósterón í lágum skömmt- um. Þetta er trúlega mjög vanrækt og falið vanda- mál sem sést best á því að ekkert sérlyf er nú skráð hér á landi fyrir þessa ábendingu.Testósterón/estró- gen blöndu til gjafar í vöðva með 4-6 vikna verk- unartíma og testósterónforðatöflur til ígræðslu undir húð er þó hægt að fá sem undanþágulyf. (5) HVENÆR Á AÐ HEFJA MEÐFERÐ? Fjöldi kvenna (allt að 30-40%) byrjar að finna fyrir breytingaskeiðseinkennum þegar eftir fertugt jafnvel þótt blæðingar séu ennþá reglulegar og rannsóknir hafa sýnt að einkenni fara versnandi fram að tíðahvörfum. Það er sjálfsagt að hefja töku hormóna strax og einkenni eru orðin slæm, mælt hefur verið með meðferð til reynslu í 3-6 mánuði sem framlengja má í 1-2 ár til að byrja með. (6) Að hefja meðferð við breytingaskeiðseinkennum kvenna með estrógeni er einfalt, algjörar frábend- ingar eru fáar, jafnvel svo að það sem áður var talið frábending, eins og t.d. hætta á kransæðasjúkdóm- um, er nú talið ábending fyrir estrógenmeðferð. Einungis nýuppgötvað brjóstakrabbamein og leg- bolskrabbamein eru ótvíræðar frábendingar gegn estrógengjöf. Þegar konur hafa haft lifrarsjúk- dóma, bláæðablóðtappa, sykursýki eða háþrýsting þarf að gæta varúðar. Við mat á því hvort estrógenmeðferð skuli beitt liggja ábendingar oftast í augum uppi, þ.e. dæmi- gerð breytingaskeiðseinkenni. Þó getur í stöku til- vikum verið matsatriði hvort óþægindi séu svo mikil að ástæða sé til að gefa estrógen og óvíst hvort ávinningur verði mikill en yfirleitt er eingöngu að styðjast við sögu konu og lýsingu á líðan. Læknis- skoðun leiðir stundum í ljós hvort um estró- genskort sé að ræða sem helst lýsir sér í þunnri slímhúð leggangna, meiri slappleika í bandvef grindarbotns, minna legi o.fl. Þegar til álita kemur að gefa estrógen í langan tíma, til að fyrirbyggja langtímaafleiðingar estrógenskorts, er við fátt ör- uggt að styðjast nema vitneskju um beinþynningu eða hjartasjúkdóma í ættinni. Engin góð mælitæki eru nothæf til að velja einstaklinga til fyrirbyggj- andi estrógenmeðferðar. Beinþéttnimælingar hafa orðið nákvæmari á síðari árum en aðeins með því LÆKNANEMINN 59 1. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.