Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 10
Vökvameðferð í útbláæðar
Mynd 1.
sjálfsögðu einnig hægt að nota fyrir stærri einstakl-
inga, þegar þannig stendur á.
Þegar valin er nál (leggur) til að setja í útbláæð
ber fyrst að athuga til hvers á að nota hana. A ein-
ungis að gefa lyf í hana eða á að gefa vökva í
sídreypi? Hvernig vökva? Tæra vökva (þ.e. vatns-
lausnir), plasma eða aðra blóðhluta, blóð, næring-
arvökva og hve hratt?
Ef talið er nauðsynlegt að geta gefið blóð mjög
hratt þannig að sjúklingur fái verulegt magn á
stuttum tíma er eðlilegt að velja grófa nál. Ef ein-
ungis á að gefa lyf eða tærar lausnir er oftast hægt
að velja granna nál, jafnvel þótt eigi að gefa þær
hratt.
Á mynd 2 sést að hægt er að gefa 31 ml/mínútu
gegnum bláa, 0,8 mm (22G), nál eða 1,9 1/klst,
sem eru 44,6 1/24 klst. Ljóst er því að slík nál næg-
ir fyrir mikinn meirihluta þeirra sjúklinga sem gefa
á tærar lausnir. Þess má geta að um þessa nál má
gefa 40 1 af plasma á sólarhring eða 25,9 1 af blóði.
Þessi nál nægir því í nær öllum þeim tilfellum þar
sem ekki þarf að gefa verulegt magn af plasma eða
VenflorbB) Neollön^
Gauqe 22G 20G 18G 17G 16G 14G 24G
Ytra þuermál mm 0.8 1.0 1.2 1.4 1.7 2.0 0.6
Innra þvermál mm 0.6 0.8 1.0 1.2 1.4 1.7 0.4
Lengd mm 25 32 32 45 45 45 19
Vatn ml/mín 31 54 80 125 180 270 13
I/ klst. 1.9 3.2 4.8 7.5 10.8 16.2 0.8
I/24 klst. 44.6 77.8 115.2 180.0 259.2 388.8 18.7
10% glúkósa ml/mín 28 50 74 120 168 235 12
I/ klst. 1,7 3.0 4.4 7.2 10.1 14.1 0.7
I/24 klst. 40.3 72.0 106.6 172.8 241.9 338.4 17.3
Plasma ml/mín 28 48 69 108 156 225 12
l/klst. 1.7 2.9 4.1 6.5 9.4 13.5 0.7
I/24 klst. 40.3 69.1 99.4 155.5 224.6 324.0 17.3
Intralípíð ml/mín 26 46 67 108 154 222 11
100 mg/ml l/klst. 1.6 2.8 4.0 6.5 9.2 13.3 0.7
I/24 klst. 37.4 66.2 96.5 155.5 221.8 319.7 15.8
Blóð ml/mín 18 31 45 76 118 172 8
I/ klst. 1.1 1.9 2.7 4.6 7.1 10.3 0.5
I/24 klst. 25.9 44.6 64.8 109.4 169.9 247.7 11.5
Mynd 2.
blóði á stuttum tíma. Um bleiku nálina, sem er 1,0
mm (20G), er hægt að gefa 54 ml/mín af vatni,
sem samsvarar 3,2 1/klst og 77,8 1/24 klst. Þá er
hægt að gefa 48 ml/mín. af plasma, sem er 2,9
1/klst og 69,1 1/24 klst um þessa nál eða 1,9 lítra af
blóði á klukkustund sem samsvarar 44,6 lítrum af
blóði á sólarhring. Því má ljóst vera að sjaldan er
þörf á að gefa sjúklingi meiri vökva eða blóð en
þetta nema í sambandi við slys eða stórar skurðað-
gerðir. Til samanburðar má geta þess að um brúnu
nálina sem er 2,0 mm (14G) er hægt að gefa 270
ml/mín af vatni, sem er 16 1/klst eða 388.8 1/24
klst. Gegnum þessa nál er hægt að gefa 172 ml/mín
af blóði eða 10 1/klst sem verða 247,7 1/24 klst.
Ljóst er því að einungis í undantekningartilfellum
er þörf á slíkri nál.
Lesendur geta sjálfir skoðað Mynd 2. Algengast
er að notuð sé græn nál 1,2 mm (18G) í sambandi
við svæfingar en með þeirri nál er hægt að gefa 4,8
1/klst af Ringer-Asetati og 2,7 1/klst af blóði og
verður það að teljast ríflegt við venjulegar svæfing-
ar.
Þannig má sjá að sjaldan er þörf á að nota aðrar
nálar en bláa, 0,8 mm (22G) eða bleika, 1,0 mm
(20G).
LÆKNANEMINN
8
1. tbl. 1996, 49. árg.