Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Side 32

Læknaneminn - 01.04.1996, Side 32
Æðakölkun - er gátan leyst? Mynd 1 Stórsæjar og smásæjar vefjasneiðar af mislangt gengnum æðakölkunarskellum. A: Fituskellur á innra byrði æðaveggjarins. B: Æðakölkunarskella sem veldur ekki teljandi þrengingu í æðinni. Innri gerð hennar, mikið magn fituefna í kjarna og þunn bandvefshetta gerir hana aftur á móti viðkvæma fyrir rofí. C: Langt gengin æðakölkunarskella sem veldur miklum þrengslum í æðinni. Skellan er með þykka bandvefshettu og tiltölulega lítið af fituefnum í kjarnanum sem gerir hana stöðuga. Kjarninn er fullur af dauðum vef. sem skaga inn í æðaholið og valda flæðishindrun. (Mynd 1) Á þeirri leið eru eiginleikar og samsetn- ing skellunnar stöðugt að breytast og á mismun- andi tímaskeiðum getur hún valdið mismunandi klínískum einkennum. Próun fiturákar byrjar með því að lípóprótein sem innihalda apólípóprótein-B (VLDL og LDL) festast við utanfrumuefni rétt undir æðaþelinu á vissum stöðum í slagæðum. (18) Styrkur LDL er mjög hár rétt innan við æðaþelið, miklu hærri en í öðrum vefjum líkamans og nálgast styrk þess í sermi. Innri þanhimna hindrar LDL í að komist lengra inn í æðavegginn. (19) Hækkað kólesteról veldur auknu metabólísku álagi á æðaþelsfrumur sem veldur aukinni myndun á súperoxíði. Súper- oxíð er oxandi efni sem hvarfast við NO og eyðir því. Sú atburðarás getur skýrt hluta af vanstarfsemi æðaþelsins. Súperoxíð veldur einnig því að lípíð- hluti LDL oxast og breytist lípópróteinið þá í MM- LDL (minimaly oxidized LDL). Lýsófosfatídýlkólín er hluti af MM-LDL. Það hefur áhrif á genatjáningu æðaþelsins og veldur þannig nýmyndun á ELAM (endothelial leukocyte adhesion molecule) viðloðunarsameindum. Það er fyrst og fremst VCAM-1 (vascular adhesion mo- lecule-1) sem myndast. (20) VCAM-1 getur tengst integrin viðtakanum VLA-4 (very late antigen-4) sem er tjáður af einkyrningum (mónócýtar). (21) MM-LDL veldur einnig umritun á fleiri genum gegnum umritunarþáttinn NF-kB. (22, 23) Æða- þelið framleiðir aðdráttarefni fyrir einkyrninga svo sem MCP-1 (macrophage chemotactic factor-1) og efni sem örva þroska og frumuskiptingu einkyrn- inga s.s. M-CSF (marcrophage colony stimulating factor). Þetta ferli veldur því að einkyrningar fest- ast við æðaþelið, virkjast og færast inn í innsta lag æðaveggjarins. (24) Þegar einkyrningar eru komnir inn í æðavegginn umbreytast þeir í gleypifrumur (makrófaga). Gleypifrumur hafa hæfileika til að framleiða mikið magn af oxandi efnum. Þannig eykst til muna oxun á lípópróteinum, bæði lípíðhluta þeirra og apólíp- ópróteinhluta. Apólípóprótein er sá hluti lípó- LÆKNANEMINN 26 1. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.