Læknaneminn - 01.04.1996, Page 32
Æðakölkun - er gátan leyst?
Mynd 1 Stórsæjar og smásæjar vefjasneiðar af
mislangt gengnum æðakölkunarskellum.
A: Fituskellur á innra byrði æðaveggjarins.
B: Æðakölkunarskella sem veldur ekki teljandi
þrengingu í æðinni. Innri gerð hennar, mikið
magn fituefna í kjarna og þunn bandvefshetta
gerir hana aftur á móti viðkvæma fyrir rofí.
C: Langt gengin æðakölkunarskella sem veldur
miklum þrengslum í æðinni. Skellan er með
þykka bandvefshettu og tiltölulega lítið af
fituefnum í kjarnanum sem gerir hana stöðuga.
Kjarninn er fullur af dauðum vef.
sem skaga inn í æðaholið og valda flæðishindrun.
(Mynd 1) Á þeirri leið eru eiginleikar og samsetn-
ing skellunnar stöðugt að breytast og á mismun-
andi tímaskeiðum getur hún valdið mismunandi
klínískum einkennum.
Próun fiturákar byrjar með því að lípóprótein
sem innihalda apólípóprótein-B (VLDL og LDL)
festast við utanfrumuefni rétt undir æðaþelinu á
vissum stöðum í slagæðum. (18) Styrkur LDL er
mjög hár rétt innan við æðaþelið, miklu hærri en í
öðrum vefjum líkamans og nálgast styrk þess í
sermi. Innri þanhimna hindrar LDL í að komist
lengra inn í æðavegginn. (19) Hækkað kólesteról
veldur auknu metabólísku álagi á æðaþelsfrumur
sem veldur aukinni myndun á súperoxíði. Súper-
oxíð er oxandi efni sem hvarfast við NO og eyðir
því. Sú atburðarás getur skýrt hluta af vanstarfsemi
æðaþelsins. Súperoxíð veldur einnig því að lípíð-
hluti LDL oxast og breytist lípópróteinið þá í MM-
LDL (minimaly oxidized LDL).
Lýsófosfatídýlkólín er hluti af MM-LDL. Það
hefur áhrif á genatjáningu æðaþelsins og veldur
þannig nýmyndun á ELAM (endothelial leukocyte
adhesion molecule) viðloðunarsameindum. Það er
fyrst og fremst VCAM-1 (vascular adhesion mo-
lecule-1) sem myndast. (20) VCAM-1 getur tengst
integrin viðtakanum VLA-4 (very late antigen-4)
sem er tjáður af einkyrningum (mónócýtar). (21)
MM-LDL veldur einnig umritun á fleiri genum
gegnum umritunarþáttinn NF-kB. (22, 23) Æða-
þelið framleiðir aðdráttarefni fyrir einkyrninga svo
sem MCP-1 (macrophage chemotactic factor-1) og
efni sem örva þroska og frumuskiptingu einkyrn-
inga s.s. M-CSF (marcrophage colony stimulating
factor). Þetta ferli veldur því að einkyrningar fest-
ast við æðaþelið, virkjast og færast inn í innsta lag
æðaveggjarins. (24)
Þegar einkyrningar eru komnir inn í æðavegginn
umbreytast þeir í gleypifrumur (makrófaga).
Gleypifrumur hafa hæfileika til að framleiða mikið
magn af oxandi efnum. Þannig eykst til muna oxun
á lípópróteinum, bæði lípíðhluta þeirra og apólíp-
ópróteinhluta. Apólípóprótein er sá hluti lípó-
LÆKNANEMINN
26
1. tbl. 1996, 49. árg.