Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.04.1996, Blaðsíða 41
Utanbastsígerð (epidural abscess) af völdum Streptococcus milleri lokað án þess að keri væri lagður í sárið til að Kindra myndun fistils milli húðar og mænugangna. Við skoðun á greftrinum frá sárinu með gramslitun sáust samskonar sýklar og greindust við mænuá- stunguna. Næsta morgun ræktaðist hreingróður af strepto- coccus frá öllum sýnum (blóð, mænuvökvi og greftri). Við nánari greiningu reyndist vera um Streptococcus milleri að ræða. Hann reyndist hafa gott næmi gegn penisillíni og fleiri sýklalyfjum. Hætt var við framangreind sýklalyf og sjúklingur settur á benzýlpenisillín 2g í æð á fjögurra klst. fresti. Tveimur dögum síðar var gerð segulómun af hrygg sjtiklingsins. Þá sást blöðrulaga íyrirferð djúpt í skurðsárinu og var talið að um s.k. pseudo- myelocoele væri að ræða sem komið væri til vegna fyrrgreinds rofs á dura mater. Stungið var á blöðr- unni og reyndist vökvinn vera sýktur mænuvökvi (sjá töflu 1; merkt 12/12/95). Ekki voru óyggjandi merki þess að sjúklingur hefði beinsýkingu (osteomyelitis) í hryggjarliðum sem lágu að skurðsárinu þó að það þætti líklegt. Sjúklingi farnaðist vel en batinn kom hægt og sígandi. Sýklalyf voru gefrn í samtals 6 vikur. Hann hefur verið án sýklalyfja í 7 mánuði án merkja um sýkingu. UMRÆÐA Eins og vikið er að í inngangi greinarinnar þá birtist utanbastsígerð með tvennum hætti eftir staðsetningu; tengd höfuðkúpubeinum eða hrygg- súlu. Hér verður fjallað um utanbastsígerð sem kemur fyrir í hryggsúlunni (spinal epidural abscess- SEA). Orsakir SEA eru margvíslegar. Oftast koma þær í kjölfar blóðborinnar sýkingar í hryggjarliði (vert- ebral osteomyelitis) eða í brjóskið milli hryggjarlið- anna (discitis). Stungusár á baki, legusár eða ígerð- ir í mjúkvefjum baks geta öll valdið sýkingum í ep- idural-bilinu. SEA hefur verið lýst eftir skurðað- gerðir á baki og hrygg en eru fágætar. Þegar aftan- koksígerðir (retropharyngeal) eru ómeðhöndlaðar geta þær dreift sér í aðlæga hryggjarsúlu og orsakað SEA. Sambærileg atburðarrás sést þegar sýking í tvíburabróður (sinus pilonideus) á sér stað. SEA eftir mænuástungu heyra til algerrar undantekn- ingar. Vaxandi notkun epiduralstaðdeyfinga við skurðaðgerðir, fæðingar og til verkjastillingar af ýmsum orsökum, virðist hafa orðið til þess að fleiri SEA tilfellum er lýst í læknisfræðibókmenntum. Erfitt er þó að gera sér grein fyrir hversu algengar sýkingarnar eru því fáum framvirkum rannsóknum er til að dreifa. I nýlegri rannsókn sem framkvæmd var á Massachusetts General Hospital í Boston í Bandaríkjunum reyndist tíðni sýkinga tengdum epiduralleggjum (epidural catheter-associated in- fections) vera 3.7 fyrir hverja 100 leggi (6). I tilfell- inu sem greint er frá að framan var ekki ljóst hvaðan sýkingin var upprunnin en tengslin við aðgerðina er augljós. I rannsókn sem mikið er vitnað til (1) er öllum SEA á Massachusetts General Hospital í Boston í Bandaríkjunum frá 1947 til 1974 lýst, alls 39 til- fellum. Af þeim reyndust 16% hafa fengið sýkingu í kjölfar aðgerðar á baki. Þegar litið er á upphafs- greiningu allra sjúklinganna í þeirri rannsókn kom í ljós að einungis 10 af 39 (25%) voru rétt greind- ir við innlögn. Algengast er að ígerðirnar séu á aftanverðu epi- duralbili (80-85%); oftast í brjósthrygg (50%) næst mjóhrygg (35%) og síst í hálshrygg (15%). Horfur sjúklinga eru breytilegar eftir staðsetningu ígerðar- innar. Tólf af 17 sjúklingum með ígerðina fyrir framan mænu (anterior) læknuðust alveg en aðeins 7 af 18 sem voru með sýkinguna aftan við mænu (posterior) (2). Langalgengustu sýklarnir sem valda SEA eru Staphylococcus aureus í 60-90% tilfella. Gram-nei- kvæðir sýklar sjást einnig (E. coli og Pseudomonas). Vert er að hafa berkla í huga en endurvakin bein- sýking í hrygg (Pott's sjúkdómur) getur haft SEA í för með sér (5). S. milleri er afar sjaldgæfur orsaka- valdur SEA eins og nánar verður vikið að síðar. Tæmandi listi yfir þá sýkla sem hafa verið þekktir af því að valda SEA er í fræðibókum (4). LÆKNANEMINN 35 1. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.