Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Page 44

Læknaneminn - 01.04.1996, Page 44
Þorsteinn Gunnarsson og Hróðmar Helgason SJÚKRATILFELLI Átta ára drengur, haltur með verki í hægri fæti Saga Atta ára gamall drengur leitaði á haustmánuðum 1993 til Barnadeildar Landspítalans því síðan um vorið hafði hann verið slappur, með svima og hafði matarlyst farið minnkandi. Hann hafði sofið mik- ið á daginn, verið eftirbátur jafnaldra sinna í leik og oft fengið höfuðverk framan til í höfði sem lét und- an parasetamóli. Þessu fylgdu hvorki uppköst né ógleði. U.þ.b. tveimur mánuðum fyrir komu bar nokkuð á blóðnösum úr annarri nösinni en þær voru nú hættar. Hann hafði ekki verið marbletta- gjarn. Þremur vikum fyrir innlögn hafði hann kvartað undan verk í neðanverðum hægri lærlegg. Þessir verkir höfðu ágerst og voru svo til viðvarandi og versnuðu ekki við áreynslu. Einnig hafði hann verki í hægri upphandlegg. Ekki hafði borið á efri öndunarfæraeinkennum og eklcert var óeðlilegt við hægðir eða þvag. Engin húðútbrot eða verkir í lið- um. Síðustu fjóra daga hafði hann verið sérlega slapp- ur með 37,5-38,3 stiga hita og leitaði móðir með hann á heilsugæslustöð þar sem tekin var röntgen- mynd af lærlegg og var hún eðlileg. I kjölfar þessa var sjúklingi vísað á Landspítalann. Fyrra beilsufar Hraustur og aldrei legið á sjúkrahúsi. Þorsteinn er deildarlœknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Hróðmar er sérfrxðingur í hjartasjiíkdómum barna og starfar á Barnaspítala Hringsins. Skoðmi við komu Fremur veikindalegur ásýndum, vegur 24,3 kg en var 21 kg fyrir tveimur árum. Ekki móður, húðlit- ur eðlilegur. Höfuð og háls: Ekkert athugavert fyrir utan eitla- stækkun undir vinstra kjálkabarði. Brióstkassi: Symmetrískur og lyftist jafnt við önd- un. Lungnahlustun hrein og öndunartíðni 15- 20/mín. Hiarta og æðakerfi: Blóðþrýstingur 110/80, púls reglulegur 85 slög/mín. Við hjartahlustun heyrist S1 og S2, engin óhljóð eða aukahljóð. Kviður: Mjúkur og eymslalaus. Finnst fyrir hörð- um streng í neðri hægri fjórðungi kviðar. Engar þreifanlegar líffærastækkanir og garnahljóð til stað- ar. Bak: Ekki bankeymsli yfir hryggjartindum eða nýr- um. Kvnfæri: Eðlileg á að líta. Taugaskoðun: Skyn er eðlilegt, taugaviðbrögð jöfn og kraftar sömuleiðis. Samhæfmgarpróf eru einnig eðlileg en þegar hann gengur stingur hann greini- lega við. Utlimir: Allar hreyfingar eðlilegar og sársaukalaus- ar. Væg eymsli við þreifingu á hægra læri og kálfa. Engin áverkamerki sjáanleg. Rannsóknir Tekin voru blóðsýni og sýndu þau Hb 102 g/1, sökk 76 mm/klst (85 í nýlegu sýni frá heilsugæslu- stöð), CRP 50 mg/1 og hvít blóðkorn 9,0 xl 0E9/1. Deilitalning, MCV, blóðflögur, elektrólýtar og kreatínin var innan eðlilegra marka. Veirurann- LÆKNANEMINN 38 1. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.