Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1996, Page 95

Læknaneminn - 01.04.1996, Page 95
Áhrif reykinga á frjósemi, meðgöngu og fóstur þrýsting og meðgöngueitrun en konur sem ekki reykja (36) en ástæða þess er ekki þekkt. Skaðleg áhrif reykinga á fóstrið sjálft, ásamt hærri tíðni blæðinga fyrir fæðingu, vega hins vegar mun þyngra en aðeins minni líkur á meðgönguháþrýst- ingi (37). Ahrifvið lok meðgöngu og burðarmálsdauði Börn sem verða fyrir reykmengun í móðurkviði eru verr undir fæðinguna búin þar sem þau eru næmari fyrir súrefnisskorti og hafa takmarkaðri næringarforða. Þau lenda fremur í fósturstreitu (37), fá oftar lægri Apgareinkun og merki um blóðsýringu (acidosis) (38). Ef móðir hættir að reykja 48 tímum fyrir fæðingu hefur verið sýnt að 8% aukning verður á súrefnisframboði til fósturs (39). Fyrirburafæðing er tvöfalt algengari hjá reykinga- konum (1,37, 40), m.a. vegna hærri tíðni fylgjuloss (OR 1.4 - 1.7) (41,42,43), fyrirsætrar fylgju ( OR 1.3 - 2.3) (44,45), tvöfalt hærri tíðni blæðinga á meðgöngu (37), ótímabærs belgjarofs (OR 2.1) (46) og ofgnóttar legvatns (polyhydramnios) (RR 1.8) (47). Burðarmálsdauði (dáin börn fyrir fæðingu og á fyrstu lífsviku) er algengari atburður hjá konum sem reykja, fyrst og fremst vegna neikvæðra áhrifa á fósturvöxt sama hver fæðingarþyngd barnsins er, en af þeim börnum sem deyja eru allt að 85% létt- burar (48,49,50). Hætta á fósturdauða í lok með- göngu er 1.4 að meðaltali (RR) ef konan reykir og tvöfaldast eftir 35 ára aldur (50). I nýlegum rann- sóknum sem tóku til nær 700000 kvenna var hætta á nýburadauða 20-50% meiri ef móðirin reykti (50,51). Ef engar konur reyktu í meðgöngu myndi tíðni burðarmáls- og nýburadauða lækka um 10% (1). FÆÐINGARÞYNGD 1 vestrænum þjóðfélögum eru reykingar algeng- asti áunni áhættuþátturinn sem orsakar fæðingu léttbura (börn með fæðingarþyngd <2500g) (52), einkum hjá konum sem komnar eru fram undir og yfir þrítugt við barneign (53), sennilega vegna sam- verkandi áhrifa annarra áhættuþátta sem þá verða algengari. Um 18% léttburafæðinga tengjast eklú öðru en reykingum og áhættan er tvisvar til þrisvar sinnum meiri en hjá þeim konum sem ekki reykja (37,53,54). Ef kona hefur alið léttbura er líklegra en ella að það geti gerst aftur og ef hún reykir líka fimmfaldast áhættan (RR 5.5) (54). Að meðaltali eru börn reykingakvenna um 200 g léttari við fæðingu (1,37,55,53), þegar aðrir áhættuþættir hafa verið teknir með í reikninginn. Ef kona hættir að reykja fyrir miðja meðgöngu þá má að mestu koma í veg fyrir þennan mun (52,56) þó að það hafi ekki sannast í öllum rannsóknum (57). Þyngdarmunurinn eykst með auknum reyk- ingum (53,56,57,58,59) og getur munað 100 grömmum að meðaltali milli þeirra sem reykja lít- ið eða >15 sígarettur á dag (57). Ef reyktar eru „léttar“ sígarettur er munurinn minni (59). Með hækkandi aldri mæðra sem reykja eykst þyngdar- munurinn umtalsvert (53, 60,61,62,63, 64). Sam- antekt á 347650 fæðingum í Bandaríkjunum sýndi að hættan á léttburafæðingu jókst úr 1,43 (RR) hjá mæðrum á unglingsaldri í 2,63 hjá mæðrum eldri en 40 ára (61) en í álíka stórri sænskri rannsókn var hlutfallsleg áhætta 1,9 undir 20 ára aldri miðað við 3,4 hjá konum yfir 40 ára (62). Aðrir hafa lýst fimmfaldri áhættuaukningu eftir 35 ára aldur (63). Áhrifin verða enn neikvæðari ef reykingar tengjast áfengisnotkun (65) eða ef konan er grönn og þyng- ist lítið í meðgöngunni (54,64). Mælingar á kótíníni og níkótíni í blóði, legvatni og hári hjá nýburum og mæðrum þeirra og kótíníni í fóstur- hægðum, hafa sýnt að þessi efni finnast þar bæði við beinar og óbeinar reykingar (1,66,67). Áhrif óbeinna reykinga eru einnig skammtaháð og lækka fæðingarþyngd að meðaltali um 55 - 120 grömm (1,68). Vaxtarskerðingin sem fóstrið verður fyrir tekur til flestallra líffæra þess, m.a. beina, vöðva og innri líf- færa en síður til fituvefs (55), sem m.a. kemur fram í ómmælingum á höfuðmáli (biparietal diameter) og ummáli búks (55,69). Orsaka vaxtarskerðingar- LÆKNANEMINN 85 1. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.