Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 9
7
Sv<j^a eR L\flÐ
Maður nokkur, er var nokkuð
fljótfær í orðum og gjarnan mis-
mælti sig, var eitt sinn að segja
frá, hve hryssa, sem hann átti,
hefði orðið þreytt: „Hún var ekki
fyrr lögzt en ég var kominn af
baki.“ Þótti öllum hann sýna þar
mikið snarræði. „Tugur“
-—★
E'itt sinn voru nokkrir félagar
á ferð og fóru fram hjá einu af
betri gistihúsum landsins. Varð
þeim þá tiðrætt um, hvort ekki
væri drukkið þar mikið áfengi.
Þar rétt hjá voru nokkur geysi-
við rör, sem þeir skildu ekkert í,
til hvers ætti að nota, þar til einn
segir: „Ætli þeir noti þau ekki,
þegar rennur af mörgum í einu?“
„Tugur“
---★
Sir Alec Douglas-Home, forsæt-
isráðherra Breta, skýrði eitt sinn
starfsfélögum sinum frá því,
hvernig honum tækist að missa
ekki móðinn og vera I sæmilegu
skapi viku eina, þegar hann var
gagnrýndur harðlega, bæði af
þinginu og blöðunum: „Mitt skozka
blóð kom mér til bjargar og minnti
mig á, að allar þessar upplýsingar
væru ókeypis." UPI
—*•
Hann pantaði „Poulet. (kjúkling)
á la Ferrari“, og það reyndist
vera kjúklingur, sem ekið hafði
verið á af sportbíl.
Earl Wilson.
-—★
Ungur hljómlistarmaður sagði
eitt sinn við hið fræga tónskáld,
Charles Gounoud: „Enga kennara
framar, engar erfðavenjur framar!
Það eru kennararnir og erfðavenj-
unar, sem myrða persónuleika
listamannanna."
Þá sagði Gounoud: „Alveg rétt.
Enga feður framar. Bara börn.“
Svo er hinum dásamlegu þjóð-
vegum okkar fyrir að þakka, að
nú er mögulegt að fara næstum
hvert á land sem er og sjá alls ekki
neitt. B. Ooddard.
-—★
Skrifstofustúlka hjá sakamála-
lögreglu ríkisins segir við mann,
sem kemur inn í skrifstofuna:
„Nei, því miður er hann ekki við.
Vilduð þér kannske skilja eftir
fingraförin yðar?“ Ed Reed.
-—★
Ég tala frönsku, að vísu ekki
reiprennandi — en samt nóg til
þess að vera sleginn utan undir.
Bob Hope.