Úrval - 01.12.1964, Page 11
PRESTUR FJÖLLEIKAHÚSANNA
9
undirstöðureglur listarinnar:
sýnið engan ótta, hegðið ykkur
eins og sá, sem valdið hefur.
Hann tók upp prik dýratemjar-
ans og fór að tala blíðlega við
ijónin og mjakaði þeim þannig
smám saman að ganginum. Eitt
ljónið sló þungri loppunni frá
sér. Presturinn rak prikið ó-
þyrmilega í ljónið, og það sneri
sér við og hljóp inn í ganginn.
Með vinstri hendi gaf svart-
klæddi maðurinn hljómsveitinni
merki, og um leið og hljómlistin
glumdi við, flúði síðasta ljónið
út úr búrinu og sló til skottinu,
eins og því væri jjetta þvert um
geð.
Það er ekki hægt að segja, að
Faðir Heinz-Peter Schönig sé
vanur að fara inn i ljónabúr, en
samt er þetta aðeins einn þátt-
ur starfs hans sem fjölleikahúss-
prests. Hann er sóknarprestur
i furðulegustu og mest æsandi
sókn veraldarinnar, en hún nær
til 20 fjölleikaflokka og margra
skautasýningarflokka og annarra
sýningarflokka. Sóknin telur
5000 karla, konur og börn, sem
eru á stöðugu ferðalagi um
Þýzkaland, Austurriki, Sviss,
Danmörku og Sviþjóð
Segja má, að hann sé með
kirkju sina í ferðatösku, sem
hann ferðast með þúsundir
mílna ár hvert. Hann tekur upp
úr töskunni sinni i sýningar-
tjöldunum, setur upp altari,
skreytir það, klæðist messuklæð-
um, tekur upp vigt vatn og alt-
arisvin. Og svo messar hann
undir strengjum línudansaranna,
á meðan öskur dýranna berst
inn til hans. Hann heldur guðs-
þjónustur, skirir og giftir. Á
sunnudögum koma bæjarbúar
einnig til „kirkju“ hjá honum.
Venjulega eru þeir mjög margir.
Það er ekki á hverjum degi, að
tækifæri gefast til þess að vera
viðstaddur guðsþjónustu i fjöl-
leikatjaldi.
Auk hinna rómversk-kaþólsku
sóknarbarna hans leita margir
aðrir til hans, sem eiga við ein-
hver vandamál að stríða eða
þarfnast andlegs stuðnings, bæði
mótmælendur, grísk-kaþólskir,
Múhammeðstrúarmenn og Gyð-
ingar. Eitt sinn var hann að
skira son kaþólskrar móður og
kínversks föður, sem var Kon-
fúsíusartrúar. Faðir Schönig
tók eftir fílabeinskassa i hendi
mannsins. Kínverjinn sagði
þessu til skýringar: “í kassanum
er aska forfeðra minna. Ég vildi
að þeir yrðu viðstaddir þessa
helgu athöfn.“
Faðir Schönig býr yfir geysi-
legum krafti, mikilli lifsgleði.
Hann hefur geysilegan áhuga á
umheiminum. Hann töfraðist af
fjölleikalifinu sem ungur dreng-
ur skömmu eftir 1930. Þegar