Úrval - 01.12.1964, Síða 17
PRESTUR FJÖLLEIKAH ÚSANNA
15
hóp þessum sérstaka áheyrn.
þar voru saman komnir dverg-
ar og risar, trúðar, fimleika-
menn og' sjónhverfingamenn,
Ijónatemjarar og' dansfólk. Það
hélt jafnvel stutta sýningu fyrir
páfa og var geysilega hrifið, er
páfi hló og klappaði. Að lokum
blessaði hann allt fólkið og
sagði: „Það er ekkert göfugra
starf en ykkar, sem flytur fólki
svo mikla gleði og hamingju.“
SJÓNVARPIÐ OG MAGASÝRURNAR
Samkvæmt þýzkri rannsókn, sem framkvæmd var af vísinda-
mönnunum Demling, Ottenjahn og Hássler, hefur það komið í
Ijós, að sjónvarpsgláp eykur sýrumagn magasafans. Við tilraun-
ir þessar var saltsýrumagn magasafa 24 heilbrigðra manna mælt
bæði á undan sjónvarpsútsendingum, meðan á þeim stóð og eftir
að þeim lauk. Þeir, sem undir tilraunirnar gengust, voru látnir
horfa á mjög mismunandi dagskráratriði, bæði hvað snerti efni
og gæði, þannig að þeir hefðu mismunandi mikinn áhuga fyrir
þeim. Það kom fram, að breytingin á magasafaframleiðslunni
og sýruinnihaldi safans er ekki fyrst og fremst komin undir því,
hvers konar tilfinningar dagskráratriðið framkallar hjá áhorf-
andanum, heldur hversu sterkar þær tilfinningar eru. Æsing,
uppnám og mikil hrifning jók sýrumagnið, en sama var að segja
um gremju, reiði eða jafnvel beina andúð á dagskráratriðinu.
Magnið jókst um allt að 50% að meðaltali. Dagskráratriði, sem
voru leiðinleg eða laus við að vera athyglisverð á nokkurn hátt,
höfðu alls ekki svipuð áhrif. Oft höfðu þau jafnvel þau áhrif, að
sýrumagnið minnkaði.
Þessar þýzku tilraunir styðja áður framkomnar kenningar um
að ýmsir sálrænir þættir kynnu að jöfnum þræði að vera valdir
að myndun sára og æxla í slímhimnum meltingarfæranna. En
það virðist samt furðulegt, að jákvæð sálræn erting, svo sem inni-
leg hrifning, geti aukið saltsýruframleiðsluna, þar eð menn hafa
hingað til álitið, að það væri aðeins hin neikvæða erting, sem
gremja og andúð, sem gæti stuðlað að myndun magasárs.
Dis Umschau