Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 20
18
ÚRVAL
skipulagsstofnun ríkisins, hafa
víðtæka þýðingu í sambandi við
iðnaðinn, stjórn hinna ýmsu
fylkja og borga og annarra þjóð-
félagsheiida, sem gera vilja sér
grein fyrir framvindu málanna
á sínum áhugasvæðum.
Meðfylgjandi uppdráttur gerir
mönnum auðveldara að átta sig
á ýmsum af helztu niðurstöðun-
um í greinargerðinni. í einstök-
nm atriðum eru þær þessar:
Yfirleitt gera sérfræðingarnir
ráð fyrir þvi, að fólksfjölgunin
verði að verulegu leyti svæðis-
bundin, þó að fólki hafi fjölgað
nokkuð í öllum béruðum
landsins, þegar líður að alda-
mótum. Telja þeir, að fjölgunin
verði mest og örust í strand-
héruðunum og iðnaðarhéruð-
nnum við vötnin miklu.
Með meðaltalsáætlun varðandi
fólksfjölgunina, er þarna ráð fyr-
ir því gert, að íbúar Kaliforniu
verði orðnir fjörutíu og ein
milljón talsins árið 2000, en
tuttugu og níu mílljónir i New
Yorkfvlki. Þá er gert ráð fyrir
Því, að mannfjöldinn i Florida-
fylki hafi nærri þrefaldazt og
náð 14,6 milljónum.
Þá er gert ráð fyrir, að á-
fram haldi aðflutningur manna
í Bandaríkjunum í fjölbýlið, og
að árið 2000 dveljist 71% allra
landsmanna í borgum.
Samkvæmt greinargerðinni má
gera ráð fyrir þvi, að miðborg-
irnar aukist og færi út kviarnar
mun meir en úthverfin, verði
umbótum og uppbyggingu þeirra
hraðað og samgöngur innan-
borgar bættar. Er það álitið,
að íbúarnir vilji búa sem mest
„miðsvæðis“.
Sérfræðingarnir gera ráð fyr-
ir, að landbúnaðarstörf og námu-
vinnsla fari mjög minnkandi í
framtíðinni eins og að undan-
förnu, iðnaður muni aukast í
sama hlutfalli og venjulega;
framleiðsla nauðsynja, verzlun,
byggingariðnaður og alls konar
framleiðsla aukast meira en í
venjulegu hlutfalli.
Þessi komandi ár er spáð
meira en meðalútþenslu í þess-
um iðnaðargreinum: framleiðslu
rafmagnsvéla, tækjum, húsbún-
aði og húsgögnum, pappír, prent-
verki og útgáfu og kemiskri efna-
framleiðslu.
Frá árinu 1976, eða á síðasta
fjórðungi tuttugustu aldar, er
útlil fyrir, að samdráttur í land-
búnaði stöðvist, og að jafnvel
verði þar um nokkra aukningu
að ræða; samdráttur í námu-
vinnslu haldist sem áður, en
fjöldi þeirra, sem hafa starf af
verziun og' annarri þjónustu
fari i fyrsta skipfi fram úr starfs-
mannafjölda i iðnaði — að
minnsta kosti í fyrsta skipti í
margar kynslóðir.