Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 24
22
ÚRVAL
legir — bæði til góðs og' ilis.
Mun ver&a mögulegt að breyta
mannlegum verum?
Ekki er það hægt nú sem
stendur, en einhvern tíma mun
það verða mögulegt.
Hversu fljótt álítið þér, að
það muni verða oss gerlegt?
Það er erfitt að svara þeirri
spurningu. En ég álít, að inn-
an 30—40 ára munum við hafa
náð svo langt, að við séum fær
um að hafa stjórn á starfsemi
lifandi fruma, þótt það verði
líklega aðeins mögulegt, hvað
mjög einfalda starfsemi snertir.
Mennirnir eru ílóknastir allra
lífvera og hafa að geyma geysi-
legt magn af frumum og frumu-
kerfum, sem eru tengd innbyrð-
is á ýmsan hátt.
Eru visindamenn að vinna að
þessu viðfangsefni núna?
Já, geysileg viðleitni beinist
nú að þvi að öðlast skilning á
því, hvernig kjarnasýran i hverri
frumu stjórnar þroska og starf-
semi frumunnar og ummyndun
og samtengingu allra þeirra
efna og aðstæðna, sem gera
henni kleift að lifa.
Verið er að g'era margvíslegar
tilraunir, sem miða að þvi að
hafa hemil á veirum, breyta þeim
eða veikja þær. Veira nefnist
„efni“ það, sem veldur vissum
tegundum sjúkdóma, t. d. inflú-
ensu. Margar þessar veirur eru
það, sem kalla mætti „sviksam-
legar kjarnasýrur“. Það eru
kjarnasýrur, sem komast inn í
frumu og taka við völdum af
kjarnasýrum þeim, sem fyrir
eru.
Talað hefur verið um, að veir-
ur séu valdar að krabbameini.
Væri hægt að hafa hemil á
krabbameini eða útrýma þvi, ef
hægt væri að ná yfirráðum yfir
slíkum veirum?
Auðvitað beinist viðleitni vís-
indamannanna einnig að þess-
um möguleika, en ég held, að
fyrsta uppgötvunin á þessu sviði
muni verða tengd hinum ein-
faldari veirum. Möguleiki er á,
að hægt verði að snúast gegn
veirusjúkdómum með því að
breyta innrásarveirum eða veikja
þær, svo að þær geti ekki leng-
ur tekið öll völd í líkamanum.
Hvað mgndi raunverulega fel-
ast i hæfninni til þess að breyta
lifandi frumum, burtséð frá
baráttunni við veirusjúkdóma?
Að hvaða gagni kæmi slikt?
Að lokum gæti farið svo að
komast mætti svo langt, að
breyta míetti mönnum að vild,
þannig að þeir yrðu eins og
gert yrði ráð fyrir, að þeir yrðu.
En þá miða ég ekki við 30 ár,
heldur miklu lengri tíma.
Á hvaða hátt?
Ef þér óskuðuð að lita á
skuggahliðar þessa möguleika,