Úrval - 01.12.1964, Side 34
32
URVAL
drengjabuxur og vera oftast á
stöðugu ferðalagi.
Frökenarnar gömlu voru fædd-
ar norður í New Hampshire-
fylki, og faðir þeirra var prest-
ur þar. Hann þjónaði enn, þótt
hann væri orðinn 79 ára gamall.
Svo hafði Betsy haldið til New
York árið 1925 til þess að búa sig
undir starf sem óperusöngkona.
Og Cora hafði farið með henni
sem eftirlitskona. Svo sögðu
kennarar hennar við hana, að
rödd hennar væri ágæt, en ó-
sköp þróttlítil.
„En framburður minn var
næstum fullkominn,“ sagði hiin.
„Ég átti ekki í neinum vandræð-
um að fá vinnu sem simamær."
Demetrios Theoprastus skýrði
frá því, að hann hefði sloppið
undan Þjóðverjum á Krít i
heimsstyrjöldinni, siðan gengið
i bandaríska herinn í Norður-
Afríku og fengið bandariskan
ríkisborgararétt. í hernum hafði
hann hlotið þjálfun sem bilvirki,
og strax og hann var búinn að
fá góða atvinnu í Ameríku, sendi
hann eftir æskuunnustu sinni,
sem enn var í Grikklandi.
„Þetta er fyrsta barnið okkar,“
sagði hann máli sínu til skýr-
ingar, enda þótt sú skýring virt-
ist óþörf, „en okkur langar til
þess að eiga mörg börn,“ bætti
hann við. Nú roðnaði konan
hans aftur.
June bar inn kjötkássuna
frægu, löðrandi í víni, og nýtt,
skrautlegt salat. Hún var ný-
byrjuð að setja matinn á disk-
ana, þegar frú Theophrastus rak
upp lágt vein. Við tókum öll
viðbragð. Viðbragð herra Theo-
phrastus var áhrifamest. Kon-
an hans lagði hönd sína á hné
honum, Iíkt og hún vildi róa
hann, og sagði svo eitthvað við
hann á grísku.
Hann tók andköf. „Hún er
að fæða!“ hrópaði hann. „Strax
ég verð fara með hana í Beth
Israel sjúkrahúsið!“
Sjúkrahúsið var um mílu veg-
ar í burtu. Ég hljóp niður á und-
an þeim hinum og náði í leigu-
bil. Það var stór leigubíll, og
við tróðum okkur öll inn í hann.
Okkur tókst það með naumind-
um. En þegar við vorum að
leggja af stað, hrópaði herra
Theophrastus skyndilega:
„Stanz!“ Bíllinn stanzaði um 10
metrum frá útidyrunum. „Við
verðum að snúa við,“ sagði hann.
„Ég gleymdi dálitlu!“ Hann dró
mig með sér út úr bílnum og
tautaði eitthvað á grisku.
Við hlupum upp í íbúðina
mína. Herra Theophrastus þaut
fram í eldhús og kom aftur með
stóra skál af kjötkássu og skeið.
Ég elti hann alveg ringlaður út
i leigubílinn aftur. Þegar við vor-
um lögð af stað að nýju, deif