Úrval - 01.12.1964, Síða 35
J. J. C. B. C. TIIEOPHRASTUS IILEYPT ...
33
hann skeiðinni í skálina og rétti
konu sinni hana.
Leigubílstjórinn, sem nú var
orðinn einn af fjölskyldunni,
sagði: „Herra minn, ég veit, að
konan ]ún kærir sig ekki um
mat, þegar svona stendur á.“
En herra Theophrastus hélt
matnum að konu sinni og þrýsti
skeiðinni næstum upp í hana.
Og hún fór að borða, á m’eðan
leigubíllinn þaut eftir borgar-
strætunum. Herra Theoprastus
sagði til skýringar: „Heima i
minu þorpi borða konur vel,
þegar svona stendur á, því þá
barnið verður sterkt.“
1 sjúkrahúsinu var siðan farið
í l)urt með frii Theophrastus i
hjólastól. Við hin vorum látin
fara inn í biðherbergi. Við
þurftum ekki að biða lengi.
Fimmtíu minútum síðar stakk
hjúkrunarkona höfðinu inn um
dyragættina og sagði: „Theo-
prastus? Stelpa.... átta pund
og þrjár iinsur.“
Kpnan mín og frökenarnar
gömlu ráku upp gleðióp. Við
herra Freeman spruttum á fæt-
ur og tókumst i hendur. Herra
Theophrastus kinkaði kolli,
veiklulegur á svip.
Hjúkrunarkonan sagði, að
hann gæti fengið að lita sem
snöggvast á konu og dóttur. Hann
kom aftur eftir fimm mínútur,
og um varir hans lék aulalegt
bros hins nýja föður. „Stærsti
krakkinn á fæðingardeildinni!“
tilkynnti hann okkur. „Mjög
stór af stelpu að vera!“
Herra Theophrastus vildf
dvelja um kyrrt i sjúkrahúsinu,
en við sannfærðum hann um,
að konan hans myndi hvilast
betur, ef hún vissi, að hann væri
heima og hefði nóg að borða.
Við snerum aftur í ibúðina okk-
ar. June hitaði upp kjötkássuna
frægu, og við lukum máltiðinni.
Eftir að við höfðum drukkið
kaffið, lagði herra Theophrast-
us frá sér skeiðina og sagði:
„fig snúa mér beint að efninu.
Þið öll hafið hjálpað til gera
þetta merkilegasta augnablik i
mitt líf. Það er leiðinlegt að
eiga barn með enga ættingja og
ekkert þorp. En þið eruð mitt
þorp. Guðfaðir og guðmóðir
barnsins langt í burtu. Viljið
þið kannske vera.... æ....
hvað segið þið hérna i Ameríku
.... skirnarvottar við skirnina
og lofa barnið heita sama og
þið?“
„Skíra það minu nafni?“
spurði herra Freeman.
„öllum nöfnum, sem þið heit-
ið,“ sagði herra Theophrastus.
Og þannig gerðist það. Þrem
mánuðum siðar vorum við öll
viðstödd, þegar barnið var skirt
Jhana June Cora Betsy Charles-
etta Theophrastus. Við skutum