Úrval - 01.12.1964, Page 38
GAT
ROFIÐ Á ÞAGNARMÚRINN
Ný skurötœkni og nýjar framfarir í
endurhæfingu leysa nú þúsundir manna
úr einangrun heyrnarleysisins.
Eftir Robert O'Brien.
47 ára gömul hús-
freyja hafði frá
fermingaraldri heyrt
fremur illa. Fyrir
tveimur árum versn-
aöi heyrnardeyfan mjög. Til-
raunir með heyrnartæki báru
engan árangur. Er hún var þann-
ig afskorin frá eðlilegu samneyti
við vini og vandamenn, reyndi
hún að aðlaga sig þessari undar-
legu einangrun heyrnarleysisins.
Það var sltelfileg reynsla.
Lífið var henni eins og sífelld
martröð, þar sem hún sá fólk-
ið hreyfa varirnar, án þess að
nokkurt hljóð heyrðist, glös og
bollar brotnuðu hljóðlaust,
hlátrar barnanna voru aðeins
þögular grettur.
Eyrnarsérfræðingur komst að
raun um, að hún hefði „otoscter-
osis“, algenga orsök heyrnar-
leysis, sem hefur í för með sér
beinmyndun umhverfis „ístað-
ið,“ örlítið bein i miðeyranu,
og hindrar það í að flytja hljóð-
bylgjurnar áfram til heilans. Að
fáum dögum liðnum fram-
kvæmdi hann í staðdeyfingu
einfalda aðgerð undir skurð-
smásjá, og nefnist aðgerðin
„stapedectomi". Hann losaði
fimlega istaðið, sem sjúkdómur-
inn hafði „fryst“ fast. Að því
l)únu tók hann það burtu. í stað
þess festi hann að lokum þráð
úr ryðfríu stáli um það bil hálf-
an sentimetra á lengd, til þess
að flytja hljóðið áfram. Aðgerð-
36
— Today's Health —