Úrval - 01.12.1964, Síða 39
GAT ROFIÐ A ÞAGNARMÚRINN
3"
in tókst ágætlega. „Það er eins
og ég sé endurfædd," sagði kon-
an mér síðar.
Hún var ein af þeim hamingju-
sömu, sem liægt er að veita
heyrnina aftur með skurðaðgerð.
(í Bretlandi einu saman þjást
um 4 milljónir manna af mis-
munandi mikilli heyrnardeyfu.
En milljón þeirra eru börn, og
af þeim hafa þrjú af hverjum
fimm tekið sjúkdóminn fyrir
fimm ára aldur.)
Mörg börn eru talin vangef-
in, geðveil eða jafnvel fávitar
vegna þeirrar sorglegu stað-
reyndar, að þau eru blátt áfram
heyrnardauf. Þegar sú stund
rennur loks up, að foreldrar og
kennarar komast að sannleikan-
um, kann eyrnaskaðinn að vera
orðinn óbætanlegur.
Þrátt fyrir það hafa margir
slíkir sjúklingar og foreldrar
heyrnardaufra barna ástæðu til
að vona. Merkileg ný skurðtækni
hefur verið fundin upp. Raf-
eindatæki til rannsókna, sem áð-
ur voru óhugsandi, hafa verið
tekin í notkun. Heyrnartæki
verða sífellt fullkomnari. Nýjar
aðferðir til endurhæfingar lofa
góðum árangri.
„Meiri framfarir i að koma
í veg fyrir og Iækna heyrnar-
deyfu hafa orðið frá styrjaldar-
lokum en í allri fyrri sögu lækn-
isfræðinnar,“ segir dr. John
Lindsay við háskólann i Chi-
cago.
Af öllum skynfærum vorum er
aðeins augað jafn margbrotið og
nákvæmlega stillt og heyrnar-
skynfærin. Margt getur farið af-
laga. Tvær helztu tegundir
heyrnardeyfu eru leiðsludeyfa
(conductive deafness) og mót-
tökudeyfa (perceptive d.) eða
taugadeyfa. Sambland beggja er
nefnd blönduð heyrnardeyfa.
Leiðsludeyfa getur orsakazt af
einhverju, sem lokar fyrir hljóð-
öldurnar i hlustinni eða stöðvar
bylgjuhreyfinguna í miðeyranu:
of mikill eyrnamergur eða vökvi
sjúklegur beinvöxtur, bólgur í
miðeyranu, eða keðja litlu
heyrnarbeinanna þriggja (ham-
ars, steðja og ístaðs), sem eiga
að flytja hljóðtitringinn, hefur
rofnað.
Sé um taugadeyfu að ræða,
starfa hlustin og miðeyrað eðli-
Iega, en vissar hljóðbylgjur
komast ekki lengra. Leiðslan til
heilans er biluð. Hvað er þá að?
Venjulega hafa þá skaddazt
taugaendar í innra eyranu,þræð-
ir heyrnartaugarinnar eða sjálf
heyrnarmiðstöð heilans. Orsök-
in getur meðal annars stafað af
höfuðslysum, æxlum og sjúk-
dómum, eins og t. d. æðakölk-
un, sem snerta heilann.
Þar sem ekki er hægt að ráða
bót á taugaskemmdum, koma