Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 40
38
ÚRVAL
skurðaSgerðir að litlum notum
við taugadeyfu. En með nýjum
aðferðum i endurhæfingu má
gera furðuverk. Sérfræðingar í
hernum náðu miklum árangri
hjá mönnum, sem misstu heyrn
af handsprengjum og sprenging-
um i ófriðnum. Vegna þess á-
rangurs, sem náðst hefur með
varalestri, talrannsóknum og
heyrnaræfingum, hafa taugadeyf-
ingjar i dag, einkum börn, fleiri
möguleika en þann eina, að geta
vanizt og aðlagazt þessari vönt-
un sinni.
Ný skapandi kennslutæki —
segulbönd, kennslusjónvarp —
hjálpa hinum taugadaufu til
betri skilnings á framburði og
málfari, til skarpari aðgreining-
ar hljóða, sem þeir geta heyrt.
Hvað um heyrnartæki? Þau
eru ómissandi hjálp fyrir þús-
undir heyrnardaufra, en sérfræð-
ingar hvetja menn til að ráðgast
við sérfræðing, áður en þeir
kaupi slikt tæki, og vera raunsæ-
ir i eftirvæntingu sinni. „Heyrn-
artæki geta verið mikil hlessun
og eru eitt bezta ráðið til að
bæta úr heyrnardeyfu,“ segir
dr. Raymond Carhart, kunnur
eyrnasérfræðingur. „En þau eru
og verða samt aðeins hjálp. Þau
magna hljóðið, svo að þú hefur
not af þvi, en þú skait ekki búast
við því, að þau gefi þér eðlilega
heyrn í öllu tilliti.“ Flest heyrn-
arsljó börn með meðalgreind
geta komizt upp á lag með að
nota heyrnartæki, ef þeim er
kennt það nógu snemma. En hve
snemma? Fræðimenn segja:
„Eins snemma og hægt er.“ Tek-
izt hefur að kenna það börnum
tveggja til þriggja ára.
Furðulegastar hafa framfai'irn-
ar verið i aðgerðum undir skurð-
smásjánni. Skurðlæknar i dag
framkvæma aðgerðir sínar hik-
laust í hinum þröngu eyrna-
göngum og gefa sjúklingum aft-
ur heyrn sina, sem áður var
vonlaust um. Þetta er aðallega
tveimur atriðum að þakka: full-
komnun á tvíeygðri skurðsmá-
sjá, sem getur stækkað fertug-
falt, og endurbótum á örsmáum
nákvæmum skurðtækjum.
ístaðsskurðurinn (stapedect-
omi) á húsfreyjunni ber vott
um glæsilegar framfarir í sam-
einaðri rannsóknar- og skurð-
tækni í baráttunni gegn heyrn-
ardeyfu af völdum „otoscleros-
is“. Eyrnaskurðlæknar hafa einn-
ig fullkomnað djarflegar að-
gerðir við leiðsludeyfum af öðr-
um orsökum en „otosclerosis“.
Það er hin svonefnda „tympano-
plastik“ (miðeyrnalagfæring.
Plastik þýðir mótun, lagfæring
nýsköpun), sem er gerð í tvö-
földum tilgangi: að lækna sjúk-
dóma í miðeyranu, og að end-
urnýja með plastiskri skurðað-