Úrval - 01.12.1964, Page 43
HEIMS UM RÓL
41
geta fangað ímyndunarafl barna
þinna alveg eins og glæstar sýn-
ingar búðarglugganna í verzlun-
argötunum. Jafnvel jólatréð og
sjálfur Sankti Kláus geta tekið
sinn rétta stað við hlið Jesú-
barnsins, séu réttar skýringar
látnar fylgja með, börnunum til
handa.
Et til vill er aðventukransinn
þekktastur þeirra siða, sem eru
undanfari jólanna. Svipaðs eðl-
is er aðventuhúsið. Báðir þess-
ir siðir veita dögunum rétt fyrir
jólin sina sérstöku þýðingu.
Kransinn er gerður úr sígræn-
um greinum, sem festar eru við
vírhring, en upp úr honum
standa fjögur kerti. Siðan er
kveikt á einu kerti í einu á
hverjum hinna fjögurra sunnu-
daga í aðventu við sérstaka
athöfn á heimilinu, og eru þá
beðnar bænir um leið eða sungn-
ir jólasálmar. Þrjú kertanna eru
purpurarauð til þess að tákna
iðrun. En hið fjórða er gyllt að
lit. Og síðustu dagana fyrir jól-
in nú logar svo á öllum kert-
unum til þess að minna okkur
á komu Krists, sem Jóhannes,
skírari kallaði Ljós Heimsins.
Aðventuhúsið er svipaðs eðl-
is, nema það hefur að geyma
leynda dóma, sem skapa eftir-
væntingu meðal barnanna. í
stað kransins og kertanna fjög-
urra kemur pappahús með fjór-
um gluggum. Á bak við lokaða
gluggana eru biblíutilvitnanir,
er snerta jólin eða öllu fremur
eitt af hinum mörgu táknum
Gamla Testamentisins um Mess-
ías. Möguleikar á tilbreytni eru
margir. Síðan er opnaður gluggi
á hverjum sunnudegi aðvent-
unnar og börnunum skýrt frá
orðsendingunni, sem þá birtist.
Sé skipt um tilvitnanir á ári
hverju og þeim haldið leyndum
fyrir börnunum, þá skapar þetta
svipaða eftirvæntingu og óopn-
aður jólapakki.
Andi fórnarinnar birtist í
góðum, gömlum sið í Frakklandi,
sem gjarnan mætti vera viðhafð-
ur víðar. Oft hefur siðvenja
þessi betri áhrif á hegðun barn-
anna fyrir jólin en sú trú, að
álfar Sankti Kláusar hafi vak-
andi auga með þeim.
Fyrir hvert það verk, sem
telja má vera barninu fórn, er
þvi leyft að setja eitt strá í jöt-
una litlu. Og á sjálfan jólamorg-
uninn birtist svo Jesúbarnið
sjálft í jötunni. Hafi góðverkin
verið mörg, mun litla barnið
eiga mjúkan beð.
Flestar jólavenjur eru sprottn-
ar af aldagömlum siðum. Og upp-
runi þeirra, þ. e. jólatrésins og
Sankti Kláusar, er sérstaklega
skringilegur.
Eruð þið hissa á því, að sjálft
jólatréð skuli vera „kristið“ að