Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 45
HEIMS VM BÓL
43
það þessari þýðingu á nýjan leik.
Á miðöldum var leikinn helgi-
leikur einn fyrir jólin, og var
hann mjög vinsæll. Hann fjallaSi
um Adam og Evu, fyrirheitið
um Frelsara og fæSingu Krists.
Grenitré, sem epli voru hengd
á, átti aS tákna aldingarSinn
Eden, og tákniS fluttist brátt
inn á heimilin á degi Adams og
Evu, sem eitt sinn var haldinn
hátíSlegur þ. 24. desember.
ÞjóSverjar voru einnig vanir
aS reisa pýramída á heimilum
sinum í aSventu. Var hann þak-
inn kertum, en uppi á honum
var stjarna. Stjarna þessi tákn-
aSi Ljós Heimsins, sem skein
frá fjárhúsinu í Betlehem. Fyrir
400 árum fóru ÞjóSverjar aS
tengja þessi tvö tákn saman, og
afleiSingin var svo sjálft jóla-
tréð.
Þýzkir innflytjendur fluttu
þessa siSvenju meS sér til lands
okkar (Bandaríkjanna), en þá
var tréS eingöngu orðið aS
tákni jólanna.
Saga sjálfrar hátíðarinnar er
jafnvel enn athyglisverðari en
saga siðanna, sem henni eru
tengdir. FæSing Krists var á-
reiðanlega einn athyglisverðasti
atburSur veraldarsögunnar. En
enginn veit samt nákvæmlega,
hvenær fæSingin átti sér stað.
Jólin voru ekki ein af fyrstu
kristnu hátíðunum, og ekkert
samkomulag hafði náðst um það
fyrr en á 5. öld, hvenær halda
skyldi þau hátíðleg. Tímatals-
fræðingar stungu upp á mis-
munandi dögum, t. d. 20. mai,
19. apríl, 17. nóv. og öðrum dag-
setningum. Flest kirkjufélög
leystu vandamál þetta með því
að halda upp á jólin á þrettánd-
anum þ. 6. janúar og sameina
þannig hátíðahöldin.
En ein helzta hátíÖ heiSinna
manna var Fæðingardagur hinn-
ar Ósigrandi Sólar. Hann var
haldinn hátíðlegur um gervallt
Rómaveldi um vetrarsólhvörf,
eða þ. 25. desember.
Sumum kristnum mönnum
fannst það eðlilegt aS reyna
aS láta kristna hátíð koma í
stað hinnar heiðnu til heiðurs
fæðingu Krists, „Sólar Réttlætis-
ins“.
Þetta virtist rökrétt hugsun,
en framkvæmdin var ekki auð*
veld.
%
Þessi ummyndun liinnar heiðnu
hátíðar hófst árið 354, og tók
ummyndunin næstum tvær aldir.
Þótt allur heiðinn blær væri af-
máður af hinni kristnu mynd
hátíðarinnar, þá ásökuðu Sýr-
lendingar, Armeníumenn og
aðrir þeir, sem héldu sig fast
við 6. janúar sem fæðingarhátíð
Krists, liina rómversk-kaþólsku
trúarbræður sina um sóldýrkun,
þar eð þeir héldu hátíðina þ.