Úrval - 01.12.1964, Page 52
50
ÚRVAL
dr. Jones aðstoðarmann sinn. Og
síðan kom svarið á einhverju
læknamáli, en ég skildi ekki
merkingu orðanna.
Enn einu sinni fann ég raf-
straum fara um likama minn,
er heilinn var ðrvaður. Og í
þetta skipti fann ég til ógleði
neðst í maganum. Ég kannaðist
vel við þá tilfinningu.
Enn eiu sinni sagði læknir-
inn við mig: „Annette, ég ætla
að skera burt enn einn skemmd-
an heilahluta. Hann útskýrði
fyrir aðstoðarmönnum sinum,
hversu langt hann ætlaði að
skera inn í heilann. Hann sagði,
að skurðlæknirinn heima hefði
skorið á alveg réttan stað, en
hann hefði ekki skorið djúpt,
þar eð hann hefði sjálfsagt ótt-
azt, að hann myndi þá iama mig.
1 fyrsta skipti fann ég allra
snöggvast ákafan sársauka líkt
og við skurð. Þegar hann hætti,
sagði ég: „Segi einhver enn á ný,
að það sé engin tilfinning í heil-
anum, dr. Jones, þá skaltu ekki
trúa honum. Ég veit, að svo er
ekki.“
Ég endurtók hvað eftir annað:
„Ég er þreytt, læknir. Gerðu það
fyrir mig að svæfa mig.“
Hann svaraði: „Ég þori að
veðja kvartdollar við þig um,
að þú verður sofnuð, áður en
klukkustund er liðin, Annette.“
Svo sagðist hann vera í þann
veginn að skera i þriðja skipti
og nú myndi hann snerta þann
hluta heilans, sem stjórnar sjón-
inni. Og í fyrsta skipti bað ég
nú guð í þögulli bæn að veita
hendi dr. Jones styrk. Svo heyrði
ég hann leggja frá sér skurð-
tækið. Ég gat enn séð svæfingar-
lækninn mjög greinilega — og
ég þakkaði guði fyrir!
Nú sagði dr. Jones: „Ertu enn
vakandi? Nú, ég skulda þér þá
víst kvartdollar.“ Segulbandið
sýnir, að ég svaraði honum
veiklulega: „Dragðu það frá
reikningnum mínum.“
Ég var svo þreytt, áð ég gat
varla heyrt raddirnar umhverf-
is mig. Að nokkrum tíma liðnum
byrjuðu læknarnir að prófa
taugaviðbrögð í handleggjum og
fótleggjum mínum. Ég heyrði ó-
ljóst, að þeir sögðu: „Allir út-
limir sýna góð viðbrögð. Engin
lömun.“
Svæfingarlæknirinn sagði nú:
„Haltu handleggnum nú alveg
kyrrum, Annette. Við þurfum að
finna æð.“ Það þýddi, að upp-
skurðinum var lokið. Nú ætluðu
þeir að svæfa mig, áður en þeir
gengju frá opunum á höfði mér.
Ég leit örmagna á klukkuna,
þegar ég fann nálina smjúga inn
í handlegg minn: 4.30 síðdeg-
is.
„Engin lömun.“ Allt hafði
gengið vel.