Úrval - 01.12.1964, Síða 54
Jólaleyfi,
sem aldrei gleymist
Enskur unglingspiltur, 15 ára að aldri,
var einn þeirra, sem tók sér far með
gríska skipinu „Lakonia“ þann 19. des-
ember í fyrra. Hann hafði fengið jóla-
leyfi í skólanum, sem hann gekk í í
Englandi, og ætlaði að eyða því hjá
foreldrum sínum á Madeira. En leyfi
þetta átti eftir að verða honum minnis-
stæðara en honum hafði nokkru sinni
getað órað fyrir.
Eftir Richard Burca.
ÞAÐ VAR RIGNING,
SrFwÍf/ nöpur og köld rign-
ing, þegar ég yfirgaf
mjrmifj Milton Abbey skól-
ann og fór upp í
Lundúnalestina.En mérvaralveg
sama. Ég var á leiöinni til fjöl-
skyldu minnar á sólareyjunni
Maderia og ætlaði að eyða þar
jólaleyfinu minu, en pabbi rek-
ur þar gistihús. Amma mín hitti
mig á Waterloostöðinni. Við
fórum upp í lestina, sem átti
að fara til Southampton, og svo
sigldum við þaðan til Madeira
þ. 19. desember á gríska far-
þegaskipinu „Lakonia“.
Skipið var alveg fullt. Dag-
blaðaauglýsingar lýstu ferð okk-
ar sem skemmtisiglingu, er „þú
munt muna og tala um, það sem
eftir er ævinnar“. Ég bjóst aldrei
við að gera slíkt, þar sem ég
hafði farið í slika siglingu áð-
ur, en það fór nú samt svo, að
auglýsingarnar höfðu satt að
mæla að þessu sinni.
Á sunnudagskvöldið fjórum
dögum síðar vildi amma, að ég
færi snemma í rúmið, þar sem
52
Reader's Dig. —