Úrval - 01.12.1964, Síða 60
58
ÚRVAL
heldur betur, þegar þú kemur
aftur í skólann.“ Ég fylgdi ráð-
um hans, jafnvel þótt hann sé
aðeins 12 ára. Yngri bræður
manns eru ekki alltaf eins vit-
lausir og maður heldur. Ég er
að reyna að gleyma þessu öllu.
En auðvitað get ég það ekki.
Ég mundi aldrei gleyma einu:
Ég er líklega heppnasti drengur-
inn í öllum heiminum. Ekki bara
vegna þess, að ég er enn á lífi,
en vegna þess, að ég telst til
fjölskyldu, sem hélt áfram að
biðja fyrir mér.... jafnvel eftir
að hún hafði gefið upp alla von.
Þegar við vorum að skoða málverkasýningu á gangstétt í lista-
mannahverfinu Greenwich Village i New York, sáum við, að
hópur manna hafði flykkzt utan um verk málara nokkurs og hló
dátt. Við löbbuðum þangað til Þess að sjá, hvað væri svona
skemmtilegt. Ungi, skeggjaði listamaðurinn, sem stóð Þarna ná-
lægt verkum sínum, hafði málað stórt auglýsingaspjald og stillt
Því upp við hlið þeim. Á því stóð: „Kaupið strax — og sparið allt
að 25.000 dollurum." Wm. Boyd
Maður nokkur kom til dýralæknis með hundinn sinn, sem var
kynblendingur, og bað lækninn um að taka af skotti hundsins.
„Þetta er óvenjúuleg beiðni," sagði læknirinn. „Þetta er aðeins
gert, þegar um vissar tegundir hreinkynjaðra hunda er að ræða.“
„Ég vil nú samt biðja yður um þetta. Og viljið þér gjöra svo
vel að taka svo mikið af því, að Það verði í rauninni ekkert skott
eftir.“
„Nú, hversvegna í ósköpunum berið þér fram syona furðulega
beiðni?“ spurði læknirinn.
„Tengdafólk konunnar minnar kemur til okkar i næstu viku
til þess að dvelja hjá okkur um tíma, og ég vil ekki, að það sjái
þess nein merki, að það sé boðið velkomið á heimilið.“
de Kempenaer
Shakespeareleikari einn kallar til leikstjóra á æfingu á leik-
riti eftir Shakespeare: „Heyrðu, hvað á ég að gera, þegar ein-
hver hlé verða í leikritinu?" „Nú, hvaða hlé?“ spurði leikstjórinn,
sem vildi gefa til kynna, að þar sem hann stjórnaði, væri ekki
um neina öldudali að ræða, engin óþarfa hlé. „Nú, meðan hinir
eru að tala,“ svaraði leikarinn þá.
Basil Boothroyd í Punch