Úrval - 01.12.1964, Page 65
FISKASEIÐI
63
eru þau t. d. 1—1,6 mm í þver-
mál og svipuð hjá sild og hjá
blákjöftu eru þau í mesta lagi
1 mm í þvermál. Hjá steinbitn-
um eru eggin t. d. miklu stærri,
5—6 mm.
Þegar fiskegg klekst, má brátt
sjá lítinn, litlausan klump í
egginu, sem upphaf fóstursins.
Það tekur smátt og smátt á sig
lögun lirfu og fær litpunkta,
svarta og gula. Augun má sjá
hjá flestum sem svarta depla.
Eftir þvi sem fóstrið vex verða
þau greinilegri og bolurinn fær
svarta punkta, sem raðast i á-
kveðna hópa mismunandi eftir
tegundum. Þegar að þvi líður,
að seiðið sleppi úr egginu, ligg-
ur það út við éggskurnina, hring-
að um blómann. Það hefur tekið
mismunandi langan tíma hjá hin-
um ýmsu fisktegundum að kom-
ast á þetta stig. Ýsu- og þorsk-
egg tekur það t. d. 2—3 vikur.
Annars getur tíminn verið allt
frá 10 dögum eins og t. d. hjá
skarkola til 6 vikna eins og hjá
g'ræna marhnúti.
Hvernig líta nú þessi krili út
þegar þau koma úr egginu? Þau
eru aðeins nokkurra mm löng,
yfirleitt 3—7 mm, mismunandi
eftir !tegundum. Þannig eru
þorskseiði aðeins 3—4 mm,
síldarseiði 5—7 mm og skar-
kolaseiði 6—7 mm. Þau hafa
vel flest of stórt höfuð i hlut-
Þróun þorsksfósturs á mismunandi
stigum (stækkuð 15-20 sinnum). Úr
„Norges dyreliv“.
falli við bolinn, sem er oftast
Iítilfjörlegur og viðkvæmur og
oft eins og lítill hali aftur úr
höfðinu. Augun eru stór og
dökk. Ugga hafa seiðin ennþá
enga, en i þeirra stað þunna húð-
fellingu um líkamann. Flest