Úrval - 01.12.1964, Síða 67
FISKASEIÐI
65
við botninn, eru sumar af þess-
um hættum útilokaðar, en þá
koma aðrar í staðinn. Þannig
étur t. d. ýsan ógrynnin öll af
síldarhrognum. Oft er þeim
hrygnt í mörg lög hvert ofan á
annað, þannig að neðstu lögin
fá ekki nægilegt súrefni og egg-
in i þeim deyja. Ennfremur geta
straumar, sem ekki hafa réttan
sjó fyrir þau, borizt yfir svæðin,
sem þau eru á. En af miklu er
að taka, svo þrátt fyrir mikil
skakkaföll, er urmull seiða, sem
að lokum kemur úr eggjunum.
En hvað bíður þeirra nú,
hvernig eiga þessi örsmáu, 3—
4 mm fiskabörn að sjá sér far-
boða í lífinu? Fyrstu dagarnir
eru tryggðir hvað næringu snert-
ir með forðanæringu úr egginu,
sem áður var getið. Það tekur
ekki nema um vikutíma, eða
vel það, að eyða henni. Siðan
er seiðið algerlega háð því að
afla sér sjálft næringar. Mönnum
eru ekki enn fyllilega ljósar
allar ástæðurnar fyrir hinum
geysilegu vanhöldum. En eitt er
vist, mjög þýðingarmikið, það
tímabil, er forðanæringin er til
þurrðar gengin og seiðið þarf
sjálft að taka til sín fæðu. Ef
ekki er næg hentug fæða fyrir
hendi, deyja þau í stórum hóp-
uin úr hungri. Og þá vaknar
spurningin, hvað er hentug
fæða? Síðari tíma athuganir
Þróun þorsks úr eggi í ungfisk. Úr
B. Myklebust: Fiskeribiologi. — 1 og
2: Mismunandi þróunarstig eggs, 1 á
byrjunarstigi, 2 rétt áður en lirfan
sleppur úr egginu. 3: Lirfan með húð-
fellingu og kviðpoka. 4: Kviðpokinn
uppurinn. Myndun geisla í sporðugga
byrjuð. 5: Húðfellingin minni. Ugga-
myndun byrjuð. 6 og 7: Seiði á mis-
munandi stigi. 8: Ungfiskur.
benda til þess, að aðalfæðan
sé einkum ungviði, þ. e. lirfur
ýmissa krabbadýra, og smá-
krabbadýr. Dýrin mega ekki vera
of stór, þá ráða lirfurnar ekki
við þau. Það er því eitt af frum-
skilyrðunum fyrir lífi seiðanna,