Úrval - 01.12.1964, Síða 69
FISKASEIÐl
67
viÖurværis á einum mánuSi. Ef
öll þessi seiði hefðu lifað og
náð að þroskast til fimm ára
aldurs, mun það láta nærri, að
þau hefðu þá vegið 1500 millj-
ónir kílóa, eða um 6 sinnum
meira en allur þorsk- og ýsuafli
allra þjóða við ísland nam árið
1922. Svona mikið borðar svart-
fuglinn í Látrabjargi einu á ein-
um mánuði aí5 minnsta kosti.“
Taaning áætlar, að hér við land
mætti reikna með 5 milljónum
svartfugla. Ef hver fugl étur 500
þorskaseiði á dag i tvo mánuði,
gerði það samtals 30.000 seiði
á fugl. Svo getur hver sem er
reiknað út, hversu mörgum seið-
um 5 milljónir svartfugla koma í
lóg á tveim mánuðum. Þegar
þessar alhuganir voru gerðar,
var talið, að þetta gæti vissulega
haft áhrif á vsu- og skarkola-
veiðar, en hins vegar tæpast
á þorsk- og sildveiðar, því þá
virtist sem þorski og síld fækk-
aði ekkert, livernig sem veitt var.
En nú hygg ég, að annað kunni
að vera uppi á teningunum, enda
eru þessar athuganir og útreikn-
ingar gerðar fyrir meira en 30
árum. ,
Eins og kunnugt er, og getið
hefur verið hér að frarpan,
hrygna margir nytjafiskar vorir
og fjöldi annarra á fyrstu mánuð-
um ársins á landgrunninu, eink-
um hér við suður- og vestur-
strönd landsins. Sem að líkum
lætur er því hin mesta mergð
af fiskaeggjum og seiðum hér
við SV-ströndina seinnihluta
vetrar og á vorin og eru þorsk-
fiska- og loðnuseiði mest áber-
andi. Sem dæmi um mergðina
má geta þess, að um mánaða-
mótin april—mai 1961 fengust
1.375 seiði undir einum fer-
metra yfirborðs. Þar af voru
1000 loðnuseiði, og 230 þorsk-
seiði. Þar að auki voru þúsund-
ir fiskeggja.
Eggin og seiðin eru algerlega
á valdi þeirra strauma, sem um-
lykja strendur landsins. Ríkj-
andi straumar á hrygningar-
stöðvunum taka með sér egg-
in og seiðin. Þeir liggja einkum
vestur, síðan norður með strönd-
um landsins og norður fyrir
land, sem hefur í för með sér,
að úti fyrir Norðurlandi er að
jafnaði mesti urmull seiða fyrri-
hluta sumars. Það er því ekki
nein tilviljun, að varp svart-
fugla er livað mest í björgum á
Vestfjörðum og á Norðurlandi.
Útbrciðsla seiðanna fyrir Norð-
urlandi á sumrin er háð inn-
streymi af Atlantssjó inn á Norð-
urlandssvæðið, en það getur
verið breytilegt frá einu ári til
annars. Getur útbrciðsla fisk-
seiða fyrir Norðurlandi á sumr-
in haft afdrifaríkar afleiðingar
fyrir síldveiði.