Úrval - 01.12.1964, Side 70
G8
Rek eggja og seiða milli straum-
kerfa getur haft viðtæk áhrif á
vissum slóöum. Tökum sem
dæmi, að mikill hluti islenzku
þorskaseiðanna kæmist inn á
strauma við Grænland, og það
er margt, sem bendir til, að
slíkt hafi átt sér stað, einkum
nú hin siðari ár. Þetta kann að
hafa alvarlegar afleiðingar fyrir
fiskmergð hér við land, og þar
með fiskveiðar.
Mönnum liefur orðið æ Ijós-
ara, hve fyrsta árið er þýðingar-
mikið tímabil i lífi fisksins, m.
a. til skilnings á stofnsveiflum,
árgangaskipun og sambandi milli
fiskstofna. Á seinustu árum hefur
þvi rannsóknum verið í stöðugt
ríkara mæli beint að þessu ævi-
skeiði fisksins, það er rannsókn
á eggjum og seiðum fiska. Nær-
tækt dæmi um þessa þróun í
fiskirannsóknunum eru umfangs-
miklar rannsóknir, sem staðið
hafa yfir í vor og sumar á haf-
svæðunum við ísland—Græn-
land og Labrador. Rannsólcnirn-
ar eru framkvæmdar af 9 þjóð-
um með 10—12 skipum og ná
yfir mánuðina april til júlí. Að-
alrannsóknarefnið eru fiskaegg
og seiði, einkum hvað snertir
þorsk og karfa, ásamt sjórann-
sóknum og svifrannsóknum al-
ÚRVAL
mennt, því þarf allt þetta að
athugast i samhengi.
Rannsóknir á fiskseiðum hér
við land eru ekki nýjar af nál-
inni. Daninn Johannes Schmidt
gerði hér gagnmerkar rannsókn-
ir á þessu sviði árið 1903. Dan-
ir hafa svo sinnt þessu ásamt
öðru í rannsóknarleiðöngrum
sínum hér við land á undan-
förnum áratugum.
Það er ekki fyrr en á siðustu
árum, að Islendingar hafa get-
að sinnt þessu að nokkru sjálfir,
en dr. Hermann Einarsson hefur
haft þessar rannsóknir með
höndum ásamt fleiru. Rannsókn-
ir Hermanns og annarra hafa
meðal annars sýnt, að hafsvæð-
ið við ísland hentar einkar vel
til rannsókna á æskuskeiði fiska.
Með eigin rannsóknarskipi gæti
ísland því lagt þýðingarmikinn
skerf af mörkum til skilnings
á stofnsveiflum og árgangaskip-
un fiskstofnanna hér við land,
að svo miklu leyti sem þessar
sveiflur eiga rætur sínar að rekja
til afdrifa ungviðsins. En það
er því aðeins unnt, að hægt sé
að stunda kerfisbundnar rann-
sóknir. Við skulum vona, að það
dragist ekki miklu lengur, að
okkur verði þetta kleift.