Úrval - 01.12.1964, Page 71
Ógleymanlegur maður
Fjármaður
af lífi og sál
Eftir Jón Björnsson.
i.
EGAR farið var fram
á það við mig fyrir
nokkru, að ég skrif-
aði grein undir
þessari fyrirsögn,
var ekki laust við, að ég kæm-
ist i nokkurn vanda. Ég minnt-
ist svo margra manna, sem ég
hef kornizt i kynni við á lifs-
leiðinni, manna, sem allir urðu
mér í raun og veru ógleyman-
legir, hver á sinn hátt. Lífið
er sem betur fer svo fjölbreytt
og tilveran svo litrik, að það
reynist oft erfitt að taka ein-
stök atvik eða persónur út úr
heildinni. Þó verður þess freist-
að hér að bregða upp mynd af
manni, sem mér verður jafnan
minnisstæður vegna mannkosta
hans og dugnaðar, og þá ekki
sízt þess þáttar í fari hans, sem
gerði hann mörgum fremri á
sinni tíð, en það var fjármennsk-
an. Sá maður, sem hér ræðir
um, var nefnilega fjármaður af
lífi og sál.
Það kynni nú að virðast fjar-
stæða að ræða sérstaklega um
góða fjármenn hér á landi, þar
sem kvikfjárræktin hefur verið
aðalatvinnuvegur landsmanna
þangað til á síðustu áratugum,
svo að allir íslendingar ættu
eiginlega að hafa verið góðir
fjármenn. En það er síður en
svo, að þvi hafi verið þannig
varið. Góðir fjármenn hafa allt-
af verið tiltölulega fáir og voru
því jafnan eftirsóttir, einkum
69