Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 73
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
71
séð fjölskyldu sinni farborða
á sómasamlegan hátt.
II.
Eintúnaháls nefnist býli eitt
á Siðunni i Vestur-Skaftafells-
sýslu. Það liggur langt inni í
heiðum, nærri inni undir af-
rétti. Það mun vera „nýbýli“,
byggð mun ekki hafa verið þar
lengur en frá því á öndverðri
nítjándu öld. Heiðarnar þarna
eru grösugar, en snjóþungt var
þar jafnan í snjóavetrum. Engj-
ar voru rýrar, mest heiðarmýr-
ar, en þó voru á þessum slóðum
nokkur býli allt fram um miðja
öldina sem leið. Eintúnaháls var
efsti bær á Síðunni og langt
til næstu bæja. Hann fór í eyði
laust eftir 1930, og nú sjást þar
engin mannvirki lengur, nema
gamlir garðar og gangnamanna-
kofi, sem reistur var á rústum
gamla bæjarins.
Enda þótt bærinn væri af-
skekktur, var hann þó í „þjóð-
leið“ einu sinni á ári hverju.
Það var um göngurnar. Fyrsti
áfangi gangnamanna úr sveit-
inni var þangað. Var þá oft
mannmargt og glatt á hjalla í
litla heiðarbænum, enda gest-
risni mikil, þó að oft væri af
litlum efnum að taka. í fyrri
daga, eins og nú, mun fjallabýli
þetta naumast hafa þótt byggi-
legt og aðeins neyðarúrræði að
setjast þar að, en þá voru land-
þrengsli svo mikil, að vonlítið
var að ná i jarðnæði. En sjálf-
stæðisþráin var svo rík i mönn-
um, að þeir vildu heldur freista
tilverunnar á harðbýliskoti en
að vera i vinnumennsku alla
ævi, enda þótt kjörin væru oft
betri. En þó munu bændurnir
í Eintúnahálsi hafa komizt vel
af, jafnvel betur en margir, sem
bjuggu á kostameiri jörðum.
Þjóðhátiðarárið fæddist hjón-
unum í Eintúnahálsi, Sigurði
Sigurðssyni og Guðlaugu Guð-
mundsdóttur, sonur, sem skírð-
ur var Oddur. Sigurður bóndi
var af ætt Odds Bjarnasonar i
Seglbúðum, en hann var gildur
bóndi á sinni tíð. Kona hans
var ættuð úr Landbroti og af
Síðu, systir Eyjólfs Guðmunds-
sonar á Á, sem var fornbýll og
sór sig að ýmsu leyti í ættir
fornmanna. Gunnar Ólafsson
fyrrv. verzlunarstjóri í Vík lýsir
heimsókn til Eyjólfs í endur-
minningum sínum á skemmtileg-
an hátt. Oddur ólst upp með
systkinum sínum i Eintúnahálsi,
Guðrúnu og Sigurði. Sigurður
drukknaði ungur í sjóróðri, en
Guðrúnar verður nánar getið
síðar í greinarkorni þessu. Frem-
ur mun heimilið hafa verið fá-
tækt, en ekki mun hafa verið
um skort að ræða þar, eins og
víða annars staðar. Ekki naut