Úrval - 01.12.1964, Page 80
78
ÚRVAL
hún svo dimm, að ekki var við-
lit að rata neitt. Hann vissi um
kindakofa einhvers staðar á
þessum sló'ðum, en hvernig átti
hann að finna kofann? Að láta
fyrirberast úti á bersvæði var
sama og dauðinn. Oddur nam
staðar og hugsaði sig um, enda
vissi hann, að eina björgin er
að fara sér að engu óðslega undir
slíkum kringumstæðum. Er hann
sagði mér frá þessu atviki,
kvaðst hann enga hugmynd hafa
haft um, í hvaða átt hann átti
að leita kofans, og var hann
þó annars þaulkunnugur á þess-
um slóðum. En allt í einu virtist
honum sem snöggt leiftur ryfi
hríðarsortann, og samtímis fann
hann nýjan styrk streyma um
sig, en hann var orðinn örmagna
af að kafa í ófærðinni. Gekk
hann nú í þá átt, er honum virt-
ist leiftrið koma úr, og rakst
á kofann eftir dálitla stund. Taldi
hann, að hönd forsjónarinnar
hefði leitt sig þarna á rétta leið,
eins og svo oft áður, þegar hann
komst í hann krappan. —
Stærsta áfallið, sem Oddur í
Skái varð fyrir i búskapnum,
var Kötlugosið 1918. Skál var
ein af þeim jörðum, sem verst
urðu úti vegna ösluifallsins. Tún
og engjar urðu sandorpin, svo
að heita mátti, að varla væri
sláondi biettur í Skálarlandi
sumarið eftir. En í nýja eld-
hrauninu óx melgresi, eða öðru
nafni blaðka, og á því vann
öskufallið ekki að ráði. Melur-
inn hafði stundum verið sleginn
þegar hart var í ári, en nú varð
hann að duga, þótt ekki væri
hann ákjósanlegasta fóður einn
sér. Oddur heyjaði af melland-
inu um sumarið og lagði nótt
við dag, því að slíkur heyskap-
ur var seintekinn og langt að
sækja hann, og auk þess varð að
ferja hvern bagga upp yfir
Skaftá, eða Skálarvatn, sem hún
er nefnd i daglegu tali á þessum
kafla. En áin var ferjuvatn á
þessum stað, þangað til fyrir fá-
um árum, er hún var brúuð og
einangrun Skálar þar með úr
sögunni. Oddur bjargaði mestum
hluta bústofns síns, þó að ó-
vænlega horfði um hrið, en hann
mun hafa verið lengi að vinna
sig upp eftir þetta áfall, eins
og fleiri, sem urðu fyrir þung-
um búsifjum af Kötlu gömlu.
Oddnr í Skál kvæntist aldrei.
Guðrún systir hans var alla tíð
bústýra hjá honum, eða þangað
til hún lézt árið 1933. En þau
höfðu tekið dreng til fósturs á
fyrstu búskaparárum sinum í
Skál, Árna Árnason frá Á. Hann
ólst upp hjá þeim og tók við
jörðinni er Oddur lét af búskap.
Oddur hafði alltaf verið leiguliði,
en síðustu búskaparár hans
keyptu þoir jörðina. og er nú