Úrval - 01.12.1964, Page 84
Hjartað á sín leYndarmál
Farið hefur fram ýtarleg rannsókn á hjarta-
starfsemi 350 irskfæddra manna í Banda-
ríkjunum og bræðra þeirra, er eftir urðu
heima í írlandi. Með þessari rannsókn á að
reyna að komast að raun um, hver álirif um-
lwerfið hefur raunverulega á hjarlastarf-
semina.
Eftir Leslie Lieber.
R EITTHVAÐ i sam-
bandi við lifnaðar-
hætti vora, sem
veldur því, að
„kransæðastífla“ er
algengasta dánarorsökin meðal
Ameríkana? Um 350 menn í
Boston (the Greater Boston
area) á aldrinum 30—60 ára,
sem fæddir eru á írlandi (á-
samt bræðrum sínum, sem eftir
urðu og enn búa á Írlandi), eru
að reyna að svara þessari
spurningu með hjartarannsókn,
sem kann að verða hin mikil-
vægasta, er nokkurn tima hefur
verið framkvæmd. Svo kann
að fara, að þessi rannsókn leysi
eina flóknustu ráðgátu læknis-
fræðinnar: hvers vegna eru sjúk-
dómar i hjartaæðum, sem þjá
milli 10 og 15 milljónir manna
og verða árlega meira en 900000
manns að bana i þessu landi,
50% algengari i Bandaríkjunum
en i mörgum öðrum iðnvæddum
löndum?
Mjög mikilvægar upplýsingar
um orsakir hjartveiki og um þá
þætti í áhrifum umhverfisins,
sem liggja á bak við aðra út-
kynjunarsjúkdóma, svo sem
krabbamein og sykursýki, er
nú verið að leiða í Ijós af lækn-
isfræðilegum rannsóknarmönn-
um, sem hafa lagt fyrir sig þá
fróðlegu fræðigrein, sem nefn-
ist landfræðileg sjúkdómafræði
(geögrtaphical pathology) eða
farsóttafræði. Farsóttafræðingar
82
— This Week Mag. —