Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 86
84
í írlándi; í öðru lagi að hafa
átt heima í Boston að minnsta
kosti í 10 ár; í þriðja lagi að
eiga bróður á lífi heima i ír-
landi.
Að launum var hverjum sjálf-
boðaliða aðeins heitið tvennu:
fyrsta fiokks, ókeypis læknis-
rannsókn og meðferð árlega, og
þeirri siðferðilegu fullnægju, að
leggja sinn litla skerf til hjálpar
mannkyninu. Þáttaka sérhvers
manns mundi bæta mikilvægri
vitneskju við þekkingu lækna-
vísindanna á cholesteroli í blóði
manna, en það er fitukennt
efni, framleitt af lifrinni, sem
er grunað um að þrengja og
stífla slagæðarnar. Með því að
bera saman cholesterolið hjá
írlendingi, sem dvalið hefur
minnst 10 ár í Bandaríkjunum,
við cholesterolið hjá bróður
hans, sem enn dvelur heima á
gamla landinu, ætti að mega
rekja áhrifin frá umliverfinu,
lifnaðarháttum og mataræði.
Fyrri alþjóðlegar rannsóknir
höfðu sýnt, að umhverfið kynni
að hafa áhrif á hjartasjúkdóma.
Dr. White og dr. Ancel Keys,
mikils metnir lífeðlisfræðingar
við Minnesotaháskólann, höfðu
svnt fram á, að hjartasjúkdómar
væri greinilegra algengari hjá
ítölum, sem byggju í Boston, en
hjá Neapelbúum heima á Ítalíu.
(í ftaliu og Japan er dánartala
ÚBVAL
af kransæðastíflu tiltölulega
lág.)
Um svipað leyti höfðu þeir
dr. Keys og White komizt að
raun um, að kransæðastifla
jókst verulega hjá Japönum, sem
fluttu frá Japan í áttina til
Bandaríkjanna. Þeir komust að
raun um, að fyrir hvert eitt til-
felli hjá Japönum heima komu
fjögur tilfelli hjá Japönum á
Hawaii, og tíu hjá Japönum i
Los Angeles.
En Boston — írska tilraunin
var sú fyrsta, sem tók tillit til
hugsanlegra erfðaáhrifa, með
því að taka til athugunar menn,
sem áttu sömu foreldra, enda
þótt þúsundir milna skildu þá
að. í þessari tilraun eru hræðnr
beggja vegna Atlantshafsins, sem
löngu hafa týnt hverjir öðrum,
látnir fylla út mjög. nákvæman
spurningalista um lifnaðarhætti
sína. Þar má finna spuringar
sem þessar: Ef þú drekkur bjór,
hve mörg glös drekkurðu þá
á dag? Notarðu sykur í kaffi?
Bætirðu salti á matinn, þegar
þú borðar? Notarðu smjör ofan
á brauðið? Hve oft horðar þú
steiktar baunir, lasagna, kartöfl-
ur vöfflur, popcorn, steik, nýja
ávexti? Hve margir borða morg-
unverð með þér? Hver er fyrst-
ur að Ijúka máltíðinni?
Vitanlega eru mörg vandamál
í sambandi við rannsókn, sem