Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 87
HJARTAÐ Á SÍN LEYNDARMÁL
85
tekur yfir upplýsingar i slík-
um smáatriSum frá tveimur
heimsálfum. Það er fremur auð-
velt að hafa upp á Healy-um,
O’Suliivanum, McCarthyum og
Morannm i Boston, en hitt hefur
ekki alltaf gengið brotalaust að
finna bræður þeirra heima á
írlandi. Þar eru samgöngurnar
venjulega fremur hægfara.
„Það er ekki óalgengt,“ segir
dr. Stare, „að bróðirinn heima
á írlandi hefur ekki heyrt nokk-
urt orð frá skyldfólki sínu i
Nýja heiminum i aldarfjórðung,
hefur aldrei heyrt nefnt hjarta-
rit (electrocardiogram), og
finnst eitthvað grunsamlegt við
þennan skyndilega áhuga á
hjarta hans. Hann kærir sig
ekki um neina hlutdeild í okkar
málefnum eða rannsóknum, né
heldur bróður síns.“
Samt sem áður hafa nú fram
að þessu 250 þessara bræðra
haft samvinnu við okkur, og
enda þótt lokatakmarkið sé
2000, Ameríkanar og írlending-
ar samtals, hefur Boston — írska
rannsóknin þegar safnað nægi-
legum heimildum til þess, að í
Ijós kemur áberandi mismunur
á áhrifum umhverfisins í þess-
um tveimur löndum.
Bróðirinn heima á írlandi
borðar meira, en vegur samt
minna en ættingi hans, sem býr
við tiltölulega hægari kjör i
Boston. írlendingurinn heima,
sem enn er gráðugri í sterkju-
auðugar fæðutegundir Gamla
heimsins innbyrðir 300 hita-
einingum meira á dag en bróðir
hans í Boston. Hann er kart-
öfluæta frá fornu fari og étur
einnig helmingi meira smjör en
bróðirinn í Boston.
Þrátt fyrir þessar 300 hita-
ciningar, sem írski hróðirinn
borðar umfram þann ameríska,
vegur hann ekki aðeins 15%
minna, heldur er cholesterol-
magn hans í blóðinu, sem oft
er hættumerki um yfirvofandi
hjartveiki, að meðaltali 5—10
% lægra.
Loks, og það er mjög mikil-
vægt, virðast kransæðaþrengsl
vera helmingi sjaldgæfari hjá
þeim, sem rannsakaðir hafa
verið heima á írlandi heldur
en í Boston - um 300 af hverj-
um 100000 (3%) á írlandi á
móti 600 af 100000 hjá írlend-
ingum i Boston.
Hver er svo skýring dr. Stares
á þessum niðurstöðum, sem
virðast vera i mótsögn við þá
almennu kenningu, að því meira
sem maður borði, þvi feitari
verði hann og þeim mun meiri
hætta sé á að hann verði hjart-
veikur? „Lykillinn að ráðgát-
unni,“ segir hann, „er áreynsla.
Heima á gamla landinu þarf
ekki að leita til neinnar „til-