Úrval - 01.12.1964, Page 88
86
ÚRVAL
búinnar“ (artificially manp,-
factured) likamlegrar áreynslu.
Þar er hún þáttur í sjálfu líf-
inu. Hinn efnaði notar reiðhjól,
en sá fátæki blátt áfram geng-
ur. Sá, sem býr uppi á lofti,
klifrar upp stiga. Fæðan er þá
orkugjafi —'en ekki til þess að
framleiða fitu. Galdurinn er sá,
að koma á jafnvægi milli tekna
og gjalda (eða neyzlu og
eyðslu). Mín skoðun er sú, að
áreynslan sé hinn nauðsynlegi
samnefnari.“
Til stuðnings þessari skoðun
sinni, vitnaði dr. Stare í merki-
lega rannsókn, sem Paul Dudley
White hafði gert. Dr. White at-
hugaði 425 gamla knattspyrnu-
menn frá Harvardháskóla. Af
355 þeirrá, sem honum tókst að
fá upplýsingar um, voru 33
þegar dánir úr kransæðastiflu
og fleiri hðfðu einkenni um
hjartveiki. En enginn þeirra,
sem alla ævi höfðu haldið á-
fram að reyna mikið á sig,
höfðu enn orðið hjartveikir.
Hvernig mundi dr. Stare í
stuttu máli draga saman þær
bendingar um, hvernig forðazt
beri hjartveiki, sem hin enn
ófullnaða Boston — irska rann-
sókn er þegar tekin að gefa
bandarísku þjóðinni kost á?
Hér fara á eftir hans eigin lífs-
reglur handa venjulegum heil-
brigðum Ameríkana:
1). Áreynsla, áreynsla, á-
reynsla! Gangið upp stiga — að
minnsta kosti upp á 4. hæð dag-
lega. Notið bílinn yðar til
lengri ferða, en gangið allar
stuttar vegalengdir. Sveiflið
handleggjunum og gangið rösk-
Iega með löngum skrefum, þegar
þér gangið. Með því að herða
gönguna úr þrem upp í 5,3 míl-
ur á klukkustund, eykur maður,
sem vegur 75 kg., hitaeininga-
eyðslu sina úr 2,3 hitaeining-
um upp í nálægt því 10 á klukku-
stund.
2. ) Verið hófsamir í öllum
hlutum. Etið hvorki né drekkið
of mikið. Hversu mikið sem þér
reynið á yður, verður sá fjöldi
hitaeininga, sem þér neytið, að
vera í skynsamlegu hlutfalli við
alla yðar líkamlegu starfsemi.
3. ) Treystið guði. Margt er
það, sem vér ekki skiljum. En
allir vitum vér, að rósemi hug-
ans, hugrekki og þrek veitist oss
með guðstraustinu.
Lakir menn afsaka yfirsjónir sínar, góðir menn kappkosta að
losna við hæi'. Ben Johnson