Úrval - 01.12.1964, Page 93
DVERGVÖXTUR
91
kvenna í sí'ðari heimsstyrjöld-
inni. Þá gátu þeir í fyrsta skipti
yfirgefið hringleikahúsin og
fengið starf í flugvélaverksmiðj-
um, skipasmíðastöðvum, varnar-
stofnunum og stjórnarskrifstof-
um.
„Við sönnuðum, að við gátum
unnið sum störf engu síður, eða
jafnvel betur en stóra fólkið,“
segir Earl J. Wallman „Big Boy“,
flugæfingaáhaldasmiður (flight
test instrumentation mechanic)
hjá Lockheed Aircraft Corpor-
ation í Burbank, Kaliforníu.
„Þið ættuð að sjá fjarveruskrána
okkar — hún má heita auð.“
Lífsreynsla hans er táknræn.
Þar til skömmu fyrir 1940 starf-
aði hann sem vikapiltur og
„heilsari“ (greeter) i kvöld-
verðarklúbb í Duluth í Minne-
sota — sýningargripur til að
draga að viðskiptavini. Kaupið
var gott og lífið hægt. En hon-
um „fannst hann eins og taminn
api,“ eins og hann sjálfur segir.
Árið 1941 kom hann til Kali-
forníu og fékk atvinnu hjá
Lockheed. Þar sem hann var
smávaxinn (ca. 120 cm), gat
hann skriðið inn i vængina og
bensíngeymana til þess að lita
eftir samskeytum. Þrátt fyrir 100
stiga (Fahrenh.) hita á sumrin
og harðsperrur allt árið, gafst
hann ekki upp við starf sitt.
„Sá sem aldrei hefur kynnzt
Frægasti dvergur í Bandaríkjunum var
ein helzta stjarna fjölleikahúss Barn-
ums. Gekk hann undir nafninu Tumi
Þumall hershöföingi. (General Tom
Thumb).
því, að það sé glápt á hann,
bent á hann og pískrað um hann,
getur ekki gert sér í hugarlund,
hvílík hamingja það er, að hann