Úrval - 01.12.1964, Síða 94
92
ÚRVAL
sé talinn og geti lifað lífinu eins
og eðlileg manneskja.“
Fjöldi af smáfólki lifir enn
sem sýningargripir. En þeim
fjölgar ár frá ári, sem hverfa
frá þeirri atvinnu.
Barry Holbrook, sem er 107
cm. á hæð, einn hinn lægsti
lögfræðingur Bandarikjanna, var
um nokkurra ára skeið yfirmað-
ur Eftirlitsdeildar verkamála-
ráðuneytis Georgíu (Director of
the Inspection Division of
Georgia’s Department of Labor).
Hann hlaut byltu í barnæsku,
fór úr liði á báðum mjöðmum
og hætti að vaxa. Það var þá,
sem hann einsetti sér að verða
lögfræðingur.
I Surbiton í Englandi urðu
þrír dvergar —• Charles Young,
Steve Kochanski og Teddy Kiss,
þreyttir á trúðleikarastarfinu.
Þeir stofnuðu félag með sér og
keyptu nýlenduvöruverzlun.
Enda þótt þeir verði að standa
á kössum fyrir innan búðarborð-
ið, hafa þeir nú samt fengið sitt
tækifæri í lífinu.
Eugene David, afbragðs pípu-
lagningamaður, rúmir 100 cm.
á hæð, vann við byggingu
kjarnorkustöðvar i Shippingport,
Pensylvaniu og Savannah River,
Georgíu. „Launaávisun min seð-
ur marga munna,“ segir hann
lilæjandi. „Konu og fimm börn.“
Aðrir dvergar hafa atvinnu
sem húsamálarar, starfsmenn í
kjörbúðum, listmunasalar, iðn-
aðarverkfræðingar, skrifarar,
þjónar, símþjónar, sölumenn,
auglýsingastjórar, vélamenn og
við fjölda annarra starfa.
Árið 1957 komu all margir
tugir dverga saman i Reno og
stofnuðu „Félag ameriskra
dverga.“ (Little People of Ame-
rica). Dennis Binion, rúmlega
100 cm hár, yfirtollþjónn í Atl-
anta, Georgiu, er nú forseti þess.
Tilgangur félagsins: að skapa
betri heim fyrir allt smávaxið
fólk.
„í Ameríku hafa orðið stór-
kostlegar framfarir í þvi efni að
taka tillit til og sjá hinum
blindu, heyrnarlausu, bækluðu
og flogaveiku fyrir atvinnu,“
segir Binion. „Við dvergvaxna
fólkið teljum, að við verðskuld-
um einnig hin sömu umskipti.“
Og þegar vísindin hafa að
fullu leyst ráðgátur erfðanna,
næringarinnar og vakakirtlanna,
kunna öll vandamál smávaxins
fólks og dverga að fara sömu
leiðina og dúdúfuglar og dino-
saurar.
»»««