Úrval - 01.12.1964, Page 95
Dulargervi
náttúrunnar
Lifandi verur taka oft á sig liið furðulegasta
dulargervi, og ætíð er það gert
í því augnamiði að viðhalda lífinu,
leynast fyrir öðrum lifandi verum, er sterkari eru.
Eftir Donald og Louise Peattie.
FRÁ SJÓNARMIÐl
mannsins virðist allt
hið mikla litaskraut
náttúrunnar yfirleitt
jlaria tilgangslaust;
einungis að hinn frjói lífsmátt-
ur og lífsgleði fái þar útrás.
engu að síður eru litirnir ótal
dýrategundum hið mikilvægasta
vopn i lifsbaráttunni. Felubrögð
náttúrunnar eru öruggari en
nokkur maður kann að grípa til,
og þegar eitthvert dýr fellur
algerlega inn í litróf umhverf-
isins, getur það bæði leynzt
örugglegá fyrir óvinum sínum
eða legið í launsátri fyrir bráð
sinni. Paddan verður ekki
greind frá moldinni, þar sem
hún skríður, og grænleitt bak-
ið á froskinum rennur í litalieild
slýgrænunnar á yfirborði tjarn-
anna, þar sem hann er á floti,
en séð frá botni er kviður hans
fölur, eins og hirtan niðri i
vatninu. ísbjörninn og snæugl-
an eru eins hvít og hjarnauðn-
irnar. Marglitir fiskar í suður-
höfum verða ekki greindir frá
litadýrð kórallanna.
Dropótt eggin, sem krían verp-
ur á sandinn rétt fyrir ofan
sjávarmál eru tilsýndar ógrein-
anleg frá brimsorfnum smá-
steinunum; eins er um smádíl-
ótt hindarkiðið, þegar það ligg-
ur hreyfingarlaust í mosanum
milli skógartrjánna. Sama er að
segja um fiðrildin, þegar þau
breiða yfir sig vængina í trjá-
laufinu í garðinum; en verði
þau fyrir styggð og breiði út
— National Wildlife —
93