Úrval - 01.12.1964, Side 100
98
ÚRVAL
lína út frá augunum til þess að
dylja hringmynztur þeirra eða
þá blettur kringum augað, sem
dregur athyglina frá skærleik
þess. Til eru fleiri en ein fisk-
tegund, sem ber mynztur á
sporði, er minnir á auga, þann-
ig að hæglega mætti halda, að
hausinn sæti þar.
Þessi íyrirbæri og þúsund
önnur viðlíka eru ekki háð
neinni hendingu. Þau eru ó-
hrekjanleg sönnun hinnar óvið-
jafnanlegu herkænsku náttúr-
unnar í styrjöld lífsins.
Sölumaður, sem var orðinn dálítið hræddur við að ferðast flug-
leiðis, fór til hagfræðings dag einn og spurði: „Getið Þér sagt
mér, hverjar líkur eru fyrir því, að ég lendi í flugvél, sem ber
leynda sprengju innanborðs?“
„Ég get ekki sagt yður það, fyrr en ég hef athugað allar Þær
upplýsingar, sem fyrir hendi eru um tíðni slíkra atburða," svaraði
hagfræðingurinn. „Komdu aftur eftir viku.“
„Jæja,“ sagði sölumaðurinn, þegar hann kom aftur að viku
liðinni, „hafið þér nú svarið tilbúið ?“
„Auðvitað," svaraði hagfræðingurinn. „Líkurnar eru ein millj-
ón gegn einni, að þér lendið í flugvél, sem ber leynda sprengju
innanborðs.“
„Nú, það eru Þá ekki miklar likur til þess, að slikt komi fyrir
mann,“ sagði sölumaðurinn hugsi. „En ég er samt ekki viss um,
að þær séu nægilega litlar í mínu tilfelli. Ég ferðast nefnilega
skrambi mikið.“
„Nú, ef þér viljið vera næstum alveg öruggur," sagði hag-
fræðingurinn þá, „skuluð þér bara hafa sprengju með yður. Lík-
urnar eru nefnilega ein billjón gegn einni, að þér lendið í flug-
vél, sem er með 2 leyndar sprengjur innanborðs."
Chemicál and Engineering News
Samkvæmt beiðni stúdentanna eru sumir háskólar í Japan
reiðubúnir að senda aðstandendum skeyti um það, hvort stúd-
entinn hefur haft inntökuprófið eða fallið. Venjulega er próf-
árangurinn Þó ekki tekinn fram berum orðum, heldur er um
dulmál að ræða. Skeyti, sem tilkynnir fall, hljóðar t. d. þannig:
„Kirsuberjablómin eru nú tekin að falla." E. Vogel