Úrval - 01.12.1964, Page 101
Ná eru visindamenn að sannreyna, að hinn örsmái
heimur, sem fólginn er í hverri lifandi frumu,
er enn furðulegri en álitið hafði verið.
Hin furðulega
bygging frumanna
Eftir Rutherford Platt.
L EIR SÁU frumurnar
ganga — og það var
stórkostlegt að sjá.
Frumur, sem höfðu
u________J verið aðskildar frá
félögum sinum, flutu hreyfing-
arlausar og hjálparlausar í nær-
ingarvökvanum, þar til svo
vildi til, að ein þeirra snerti
ílátið. Þá tók hún skyndilega
til að klífa upp vegginn.
Þetta gerðist fyrir meira en
30 árum. Vísindamcnnirnir voru
þá að hefjast handa um tilraun-
ir með „vefjaræktun“, sem var
í því fólgin, að halda frumum
lifandi utan við líkamann, fljót-
andi í nærandi vökva. Með
þessum tilraunum — og fjölda-
mörgum siðari tilraunum —
fékkst örugg staðfesting á því,
sem vísindamenn höfðu lengi
haft grun um: að því fer fjarri,
að þær billjónir af frumum, sem
mynda lifandi líkama, séu jafn
einfaldar og óbrotnar, örlitlar
hlaupklessur eins og þær virð-
ast fljótt á litið. Þvert á móti
eru þær afar margbrotnar líf-
verur, sem hver um sig hefur
sínu sérstaka hlutverki að
gegna í lífinu, og sem þær
reyna af öllum mætti að fram-
kvæma.
Þegar fruma, sem tekin er t.
d. af ferskri húð á ungu fóstri,
snertir t. d. gler, myndast á
henni bunga. Það tognar úr
þessari bungu — líkt eins og
hún teygi út armlegg í þá átt,
sem hún ætlar að fara. Ysti endi
armleggsins fletzt svo út og lím-
— Reader's Dig. —
99