Úrval - 01.12.1964, Síða 102
100
ÚRVAL
ist við gleriS. Síðan tekur arm-
leggurinn að styttast, eins og
þegar teygjuband dregst saman,
og dregur hinn hluta frumunn-
ar upp að þeim staS, þar sem
armleggurinn limdist við. Þetta
endurtekur sig þannig, að ný
bunga teýgir sig upp á nýjan
stað á glerinu og svo koll af
kolli. Þannig skreiðist fruman
stöðugt áfram, alveg eins og
hún í líkamanum ferðast upp á
yfirborS húSarinnar neðan úr
innri lögum húðarinnar, þar
sem hún myndast. Jafnvel í
tilraunaglasinu virSist fruman
þannig vera aS reyna að komast
á sinn ákvörSunarstað i líkam-
anum.
Töfrahimna. Slíkar tilraunir
juku á forvitni visindamann-
anna um hina lifandi frumu.
Augljóst var, að engin óbrotin
hlaupklessa gat framkvæmt
svona ákveðnar hreyfingar. Eft-
ir því sem æ kröftugri smásjár
köfuðu dýpra inn i frumurnar,
kömu i Ijós daufir skuggar og
deplar. Hægt og hægt náðust
þeir í brennidepil smásjánna,
landamæri þeirra voru kortlögð,
og hin undursamlega bygging
frumunnar kom i ljós.
Ein af hinum nýjustu og furðu-
legustu uppgötvunum er um
ytra borð frumunnar. Menn
höfðu talið að utan um frum-
una væri hálf-gegnflæðin (semi-
permeabel) himna, sem hleypti
í gegnum sig næringu og málm-
söltum, uppleystum í vatni, en
engum skaðlegum efnum.
Síðustu fregnir frá frumu-
fræðinni hljóða þannig, að yfir-
borð frumunnar sé engin venju-
leg himna, heldur sé það „and-
lit“ frumunnar. Það starfar eins
og það hefði efnafræðileg
bragð- og lyktarskynfæri, og
getur gleypt það sem því sýnist
og hvenær sem þvi sýnist.
Samkvæmt einni kenningunni
er yfirborð frumanna samsett
úr 4 lögum, tveimur úr fituefn-
um (lipoids), sem liggja saman
eins og samlokur á milli tveggja
laga af eggjahvituefnum (pro-
tein). Fitulögin verka líkt og
gúmhimnur. Yzta og innsta lag-
ið, sem eru úr flóknum eggja-
hvítuefnum, vinna saman að
að því, að sjá um að rétt efni
til viðhalds og uppbyggingar
frumunnar, komist i gegnum
fitulögin.
MeS sterkum rafeindasmá-
sjám (electron microscop) hafa
vísindamenn séð, að ytra eggja-
hvítulagið myndar eins og fing-
ur, sem teygir sig út úr frum-
unni og lokast utan um örlitinn
vatnsdropa eða efnisögn, scm
hefur að geyma efni, sem fruman
þarf á aS halda. SíSan dregst
fingurinn inn og í staðinn mynd-
ast dæld, sem teygist inn á við