Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 103
HIN FURÐVLEGA BYGGING FRUMANNA
101
og tekur með sér efnin, sem
tekin voru úr umhverfinu og
þrýstir þeim í smá blöðru i
gegnum fitulögin. Þannig fer
fruman að því, að gleypa nær-
ingu sína.
Raddir frá frumumillibilinu.
Önnur merkileg fregn um frumu-
himnurnar er sú, að á ytra borSi
þeirra sé mikiS af efnakljúfum
(enzym, þ. e. efni, sem valda
efnabreytingum aSeins meS
nærveru sinni). Sum þeirra eru
sennilega mynduS af þeirri
frumu, sem þau eru utan á, en
meiri hlutinn er kominn frá
öSrum frumum.
Þessir reikandi efnakljúfar
eru raddir frá öSrum frumum,
sem berast eftir frumumilli-
bilunum og koma á framfæri
skilaboSum, svo aS þær millj-
ónir af frumum, sem safnazt
hafa saman til þess aS mynda
vissan líkamshluta, geti unniS i
samræmi aS því aS skiptast og
margfaldast, taka sér rétta stöSu
hver á sinum staS og taka á sig
rétta lögun. Flest koma skila-
boSin frá nágrannafrumum og
snúast þá um störfin á staSn-
um, í lunganu, vöSvanum, augna-
lokinu eSa hvaS þaS nú er. Á-
hrif þeirra má sjá t. d. meS því
aS taka frumur úr hjartavef og
hafa þær aSskildar i næringar-
vökva. í fyrstu virSast hjarta-
frumurnar sljóar og aSgerSar-
lausar. En eftir nokkrar minút-
ur, taka sumar þeirra að kippast
örlítið við. SíSan taka þær að
hreyfast í áttina hver að ann-.
arri. Eftir nokkrar klukkustund-
ir hafa myndazt smá kekkir og
frumurnar í hverjum kekk eru
teknar að „slá“ Iiáttbundið!
Enzymin á staðnum hafa sýni-
lega borið skilaboð á milli, sem
á einhvern flókinn, efnafræði-
legan hátt, sem menn enn ekki
skilja til fulls, hafa minnt
frumurnar á sinn sameiginlega
uppruna og tilgang í lifinu —
að verða að hjarta.
Efnakljúfarnir bera einnig
boð um lengri leiðir. Á meðal
slíkra „ríðandi hraðboða“ eru
vakarnir (hormón), sem ferðast
með blóðstraumnum á milli
fjarlægra, staða í líkamanum og
flytja skipanir um að hraða eða
hægja á vextinum eða melting-
unni eða einhverri annarri lík-
amlegri starfsemi.
II ið ósýnilega völundarhús.
„Frymi“ (protoplasma) er það
samnefni, sem visindin hafa
notað um hið hlaupkennda efni
sem frumurnar eru gerðar úr.
ÞaS eru ekki meira en sex ár
síðan að almennt var talið, að
fruman væri aðeins einskonar
hlaup, þar sem sameindirnar
(molekul) þyrluðust hver um
aðra án allrar reglu. Þá var i
fyrsta sinn vikið að því, að svo