Úrval - 01.12.1964, Side 104
102
ÚRVAL
Frymishýði
Umfrymisnet
Kjarni
Safabólur
Frymisagnir
(mitochondri)
mundi ekki vera, einhverskonar
net sæist óljóst umhverfis kjarn-
ann (nucleus) i frumunni. ÞaS
var nefnt „frymisnet“ (endo-
plasmic reticulum). Svo óljóst
og hvikult var það, jafnvel und-
ir rafeindasmásjánni, að menn
voru í vafa um, hvort þaS væri
raunverulegt.
En svo var það síðastliðið ár,
að dr. George E. Palade við
Rockefellerstofnunina í New
York, skýrði frá því, að innan
í frumunum væri stórkostlegt
völundarhús af ótrúlega smá-
gerðum pípum og keðjum af
örsmáum hólfum. Þessi upp-
götvun markaði tímamót. Hún
sýndi, að frymið er ein hin
flóknasta og fegursta bygging
veraldarinnar. Slík dvergasmíð
eru frumurnar, að segja má, að
náttúran hafi þegar að mestu
lokið hlutverki sínu, þegar hún
hafði fullþróað frumubygging-
una. Upp frá því var ekki annað
efti ren að raða frumunum sam-
an i fiska, fugla, fíla, hesta —
og loks mannverur.
Með þessari uppgötvun um
eðli frymisnetsins (endoplasm.
reticul., skammstafað ER), var
algerlega kollvarpað hugmynd-
inni um frymis„glundrið “gamla.
Þvi fer fjarri að sameindir
frumanna þeytist tilgangslaust
hver innan um aðra, heldur
streyma frumeindir lífsins ó-
skeikult í skipulögðum, sam-
ræmdum fylkingum um völund-
arhús ER-sins, en hinar örsmáu
pípur og hólf þess liggja í allar
áttir og sameina alla hluta frum-
unnar.
ER-ið er ekki aðeins dreifing-
arkerfi, sem flytur forða til sér-
hvers hluta frumunnar. Það er
einnig meltingarvegur. Þegar
„andlit“ frumunnar grípur fæðu,
er hún færð inn i pípur cða
göng ER-sins og flutt í stöðvar,
þar sem eggjahvitucfni, kol-
vetni og málmsölt eru framleidd
og sett þar í forðabúr eða tekin
til notkunar. Á meðan ER-ið
er að vinna störf frumunnar,
er það stöðugt að þenjast út og
dragast saman á vixl, slíta sig
i sundur og byggja sig upp að
nýju.
Fjölskrúöugt og margbrotið
geymslurými. ER-kerfið er í