Úrval - 01.12.1964, Síða 114
112
ÚRVAL
eru raunverulegir íelagar. Þegar
hún gerist hrukkótt, þart hún
ekki að bera áhyggjur vegna
þess möguleika, að hún glati
ást mannsins síns. Þau hafa
vaxið og elzt saman við storf
og sameiginleg áhugamál. Dagar
þeirra hafa verið innihaldsríkir
annadagar, og því hafa hjörtu
þeirra haldið áfram að vera trú
og trygg. Og Tatarar bera virð-
ingu fyrir hrukkum ellinnar og
sýna ellinni hlýhug.
En hið alfrjálsa, rótlausa líf
freistar alltaf Tataranna. Sú
freisting býr ætíð í blóði þeirra.
Eitt sinn þekkti ég gömul Tat-
arahjón. Þau hétu Toby og Sara
og voru indælis manneskjur.
Að lokum ákváðu þau að taka
sér fasta bólfestu, en þó alls
ekki í venjulegu húsi. Þau komu
vagninum sínum fyrir á örlitl-
um lóðarskika, sem þau höfðu
keypt. Umhverfis vagninn rækt-
uðu þau lítinn garð með blóm-
um og ávaxtatrjám. Toby var
89 ára að aldri og Sara 91. Og
Toby trúði mér fyrir þvi dapur
í bragði, að hann ætti alltaf
mjög erfitt með að halda aftur
af Söru, sem vildi halda flökku-
lífinu áfram. Á degi hverjum
þráði hún það heitt að legg'ja
af stað, strax og þegar dagaði.
Cfcc
„Gaztu selt MacTavish gamla legstað?“ spurði kirkjugarðs-
stjórinn aðstoðarmann sinn.
Aðstoðarmaðurinn hristi höfuðið: „Nei, hann var hræddur um,
að legstaðurinn kæmi honum kannske ekki að fullum notum.“
„Nú, til þess að legstaðurinn komi honum að fullum notum,
þarf karlinn ekki að gera annað en að hrökkva upp af einhvern
daginn,“ sagði kirkjugarðsstjórinn.
„Nú, þetta sagði ég honum nú einmitt, en þá sagði hann bara:
En setjum nú sem svo, að ég farist í sjávarháska?"
English Digest
Ráðlegging brezks læknis til eiginkvenna um það, hvernig bezt
sé að halda líftórunni I eiginmanninum: „Sú eiginkona, sem
heimtar alltaf að fá að hafa síðasta orðið, fær líka oft þá ósk
sina uppfyllta.“
Enginn getur verið íhaldssamur nema hann hafi eitthvað að
missa. Confucius