Úrval - 01.12.1964, Side 115
Heimur
næturinnar
Og jörÖin snýst og snýst — um sjálfa sig og í kringum sól-
ina í senn. Dagur tekur viö af nótt og nótt af degi, sumar
af vetri og vetur af sumri. Birta tekur viö af myrkri og
myrkur af birtu. En þessi birtumismunur hefur einmitt
geysimikil áhrif á allt, sem lifir og hrærist hér á jöröu.
gfflrpfifinnjig
í=aEGAR siðustu sólar-
geislarnir dofna og
jörðin hverfur inn
1 1 geimskugga sinn,
ummyndast öll nátt-
úran. Heimurinn breytir um
svip, nýr heimur fæðist, þar
sem jurtir, dýr og menn lifa lífi,
sem er ólikt lífi dagsins.
Það hefur lengi hvílt einhver
„rómantískur“ töfrablær yfir
nóttunni og hennar riki. En
heimur næturinnar liefur nýlega
verið rannsakaður á vísinda-
legan hátt. Um leið hefur þessi
„rómantíski“ blær óneitanlega
dofnað, en skilningur mann-
anna á umhverfi sinu hefur
einnig aukizt að mun.
Næturkoma. Á mörkum tungu-
málum er tekið svo til orða, að
næturmyrkrið skelli á (,,falli“),
en frá sjónarhóli mannanna
virðist myrkrið raunverulega
stiga upp (,,rísa“), umvefja fyrst
láglendi, dali og dældir og
hækka sig síðan smám saman.
Geimförunum birtist nóttin
sem þétt, svart ský, sem umvefur
jörðina og hreyfist eftir mið-
baugssvæðum hennar með 1040
mílna hraða á klukkustund. Um
40% jarðarinnar eru umvafin
myrkri, um 50% böðuð í sólar-
birtu, en um 10% skiptast á
þrjú rökkursvæði. Þessi hlut-
föll eru ætíð hin sömu. Hið
„opinbera“ þurrlendisrökkur
— md —
113