Úrval - 01.12.1964, Page 116
114
ÚRVAL
almanakanna endar, þegar sól-
in er komin 6 gráður niður fyrir
sjóndeildarhring. Á sjónum mið.
ast rökkur við 12 gráður, þegar
fyrstu skæru stjörnurnar sjást.
Stjarnfræðilegt rökkur fram-
lengist, þangað til sólin er
komin 18 gráður niður fyrir
sjóndeildarhring, þegar síðasta
endurskin sólargeislanna, hverf-
ur úr skýjunum. í stjarnfræðileg-
um skilningi hafa Lundúnir
enga nótt í mánuði sumarsól-
staða aðeins dag og rökkur-
timabih Sama gildir um mestan
hluta Kanada.
Á rökkurtímabili siglinga-
fræðinnar skera lægstu geislar
sólarinnar gufuhvolfið um 60
mílum undir yfirborði jarðar
og hita frumeindir þess, þann-
ig að fram kemur hin daufa
birta, sem við köllum rökkur.
Mikklu daufari birtu má greina
alla nóttina í 60—120 mílna
hæð, sem orsakast af örvun
frumeinda og sameinda. Þessi
næturbirta kann að vera eftir-
stöðvar sólarbirtu, sem geymist
i gufuhvolfinu og dreifist um
það í „smáskömmtum“. Einnig
kann hún að orsakast af sterkum
rafstraumi.
Slik „loftsldma“ kemur aðal-
lega fram í hinum ósýnilega
enda litrófsins, einkum innrautt.
Greindist hún með berum aug-
um, myndi birtutíminn lengjast.
Næturhimininn er einnig
sveipaður hinni ósýnilegu út-
fjólubláu birtu frá stjörnunum:
Ef gufuhvolfið myndi ekki soga
hana í sig, myndu hinar heitu
bláu stjörnur skína miklu skær-
ar en hinar svalari hvítu stjörn-
ur, sem nú sjást. Að minnsta
kosti 21 stjarna ber útfjólubláa
birtu, sem er meiri en hin sjá-
anlega birta Síriusar, skærustu
stjörnu himinhvolfsins. Hvað
snertir hin sýnilega hluta lit-
rófsins, þá skína stjórnurnar
skærast yfir suðurhveli jarðar,
þar sem við blasir hinn þétti
kjarni Vetrarbrautarinnar,
stjörnukerfis þess, sem jörðin
telst til. Við ibúum norðurhvels-
ins blasir við útjaðar stjörnu-
kerfisins.
Koma dags og nætur framkall-
ar geysilegar breytingar í gufu-
hvolfi jarðarinnar. Um er að
ræða geysilegt „sólaraðfall“ og
„sólarútfall“ á hverjum 12 tím-
um. Áhrif þess magnast vegna
þeirrar staðreyndar, að snúning-
ur jarðarinnar er i samræmi við
„sveiflutímabil“ loftsins. Hreyf-
ing loftsins í 20 mílna hæð er
gagnstæð hreyfingu þess við
yfirborð Jarðar. Hreyfingin vex
smám saman og verður tvö-
hundruðföld miðja vegu milli
yfirborðs jarðar og lægra gufu-
hvolfsins. Um er að ræða „að-
fall“ og „útfall“ tungls á hverj-